Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 20182 Nú líður að hausti og fyrstu haust- lægðirnar hafa boðað komu sína. Því er ekki úr vegi að minna íbúa Vestur- lands á að ganga frá í görðum og nán- asta umhverfi sínu, til að forðast að tapa hlutum út á haf eða til fjalla. Mun- um einnig að trampólín eru ekki lyf- seðilsskyld og má því taka þau inn hvenær sem er! Á fimmtudag er útlit fyrir norðan- og norðvestan 10-18 m/s og hvassast verður með austurströndinni. Úrkoma norðan til á landinu, rigning á láglendi en slydda eða snjókoma ofan 100-200 metra yfir sjávarmáli. Þurrt og bjart verður um landið sunnanvert. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig syðra. Á föstudag verður norðvest- an 15-20 m/s á Norður- og Austurlandi með úrkomu, rigningu nærri sjávar- máli, en slyddu eða snjókomu fyrir ofan 100 metra hæðarlínu. Norðvestan 8-15 og þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti nærri frostmarki í innsveitum fyr- ir norðan, en að 8 stigum með suður- ströndinni. Um helgina má áfram vænta einhvers strekkings á norðausturhorninu og élja. Hiti 2-7 stig en vægt frost í inn- sveitum norðanlands. Á vef Skessuhorns í síðustu viku var spurt „Hvernig bækur finnst þér skemmtilegast að lesa?“ Langflestir svöruðu „Glæpasögur“ eða 32% svar- enda. Þar á eftir komu alætur á bækur, eða 21%. Athygli vekur að 17% svar- enda sögðust ekki lesa bækur. 15% sækja í ævisögur, 6% kusu fagurbók- menntir og önnur 6% velja að lesa gamansögur. Langfæstir kusu „Furðu- sögur“ eða um 3% svarenda. Í næstu viku er spurt: „Hvaða litur finnst þér fallegastur?“ Vestlendingur vikunnar að þessu sinni er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, sem kom ÍA aftur upp í efstu deild í knattspyrnu með sigri gegn Selfossi um helgina. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Næturlokanir í þessari viku HVALFJ.G: Vegna viðhalds og hreingerninga eru Hvalfjarðar- göng lokuð fjórar nætur í þessari viku. tvær af þessum lokunum eru nú eftir; aðfararnótt fimmtu- dags og föstudags frá miðnætti og til klukkan 6 að morgni. Þetta er síðasta hreinsun ganganna hjá Speli áður en fyrirtækið afhend- ir þau ríkinu til eignar um mán- aðamótin. -mm Haustþing SSV hefst á morgun VeStURLAND: Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi hefst á morgun, fimmtu- daginn 20. september, og stend- ur yfir þar til í hádeginu á föstu- dag. Sá háttur verður hafður á að þessu sinni að halda þingið á tveimur dögum. er það gert til að gefa nýju sveitarstjórnar- fólki tækifæri til að kynnast auk þess sem kynning verður á stars- femi SSV. Samþykkt var á síðasta haustþingi að hafa þann háttinn á við upphaf nýhafins kjörtíma- bils. Að loknum kynningum og starfi vinnuhópa á fimmtudag verða hefðbundin haustþings- störf á dagskrá, sem og ávörp gesta. Gestir haustþings að þessu sinni eru Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, Haraldur Benedikts- son, fyrsti þingmaður Norðvest- urkjördæmis og Valur Rafn Hall- dórsson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á föstu- dagsmorgun eru pallborðsum- ræður á dagskrá og að þessu sinni verða rædd velferðarmál á Vest- urlandi. Rakel Óskarsdóttir, for- maður SSV, kynnir vinnu við vel- ferðarstefnu Vesturlands, en hún er jafnframt formaður vinnuhóps um stefnuna. Auk Rakelar sitja í pallborðinu; Ásmundur einar Daðason, félags- og jafnréttis- málaráðherra, Jóhanna Fjóla Jó- hannesdóttir, forstjóri Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands, Inga Björk Margrétar Bjarnadótt- ir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, Bjarki Þorsteins- son, framkvæmdastjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Brákarhlíð- ar í Borgarnesi og varaformað- ur Samtaka fyrirtækja í öldrunar- þjónustu. -kgk Á síðustu þremur árum hefur ver- ið unnið að gerð samnings um heilbrigðiskröfur og eftirlit með útflutningi lambakjöts frá Íslandi til Kína. Sú vinna hefur verið í höndum ráðuneyta og Matvæla- stofnunar. Nýlega undirritaði svo Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra samninginn fyrir Ís- lands hönd. Í honum koma fram ýmsar sérkröfur og skilyrði sem uppfylla þarf varðandi útflutn- ing á lambakjöti til Kína. Mikil- vægustu sérkröfur Kínverja varða riðu og munu því nýleg riðutilfelli hafa áhrif á sölumöguleika afurða- stöðva. „einungis má flytja til Kína kjöt af lömbum sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðv- ar og frystigeymslur að vera á riðu- lausum svæðum. tryggja þarf full- kominn aðskilnað lamba af riðu- svæðum og þeirra sem koma frá riðulausum svæðum í flutningum og í sláturhúsi. Kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum,“ segir í tilkynn- ingu MASt. Nýlega greindist riða í kind frá bæ í Skagafirði. Þetta skilyrði Kínverja mun því væntan- lega setja strik í reikninginn vegna útflutnings kjöts af lömbum sem slátrað er og unnið í Skagafirði. Þá leggja Kínverjar mikla áhersla á að rekjanleiki sláturlamba og afurða þeirra sé öruggur. mm Íslenska lambakjötið kemur víða við, enda úrvals vara sem Íslend- ingar ættu allir að vera stoltir af. Meðfylgj- andi mynd var tekin á mánudagsmorgun í kæliborði Costco stór- markaðar í Japan. Sýn- ir hún auglýsingu um hryggvöðva, svokall- aða kórónu, af íslensku lambi. Verðið fyrir ca 100 gramma bita er 428 japönsk jen, eða um 420 krón- ur íslenskar. Svavar Halldórsson sinnir sölu- málum á íslensku lambakjöti fyr- ir LS. Hann staðfestir í samtali við Skessuhorn að Japans- markaður sé einn sá álit- legasti fyrir íslenskt kjöt og samið hafi verið um áframhald útflutnings þangað. Á síðasta ári voru flutt um 200 tonn af dilkakjöti til Japans. Þar í landi er vaxandi fjöldi veitingastaða sem býður þessa vöru á mat- seðlum sínum og seg- ir Svavar að fjórir veit- ingastaðir bjóði nú ein- ungis íslenskt lambakjöt. mm/ Ljósm. Jóhann Lind Ringsted. Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Vallanesi í Varmahlíð í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2016 á bæjunum Brautarholti og Stóru-Gröf ytri. Matvælastofnun vinnur nú að öfl- un upplýsinga og undirbúningi að- gerða. Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Sýnið var tekið samkvæmt Riða greinist að nýju í Skagafirði skimunaráætlun Matvælastofnunar við slátrun í sláturhúsi. Átta önnur sláturhúsasýni frá búinu voru einn- ig rannsökuð í sömu sendingu og reyndust neikvæð. ekki hafði orðið vart neinna sjúkdómseinkenna eða óeðlilegra affalla. Sýnin voru rann- sökuð á tilraunastöð Háskóla Ís- lands að Keldum. Mikill fjöldi sýna verður tekinn við komandi haust- slátrun og rannsökuð með tilliti til skimunar á riðu. Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á tuttugu búum á undanförn- um 20 árum en á þessu búi greind- ist veikin síðast árið 2007. Riðu- veiki hefur komið upp á mörgum bæjum kringum Varmahlíð í gegn- um tíðina og um þekkt riðusvæði er að ræða. „Þetta er fyrsta tilfelli riðu- veiki sem greinist á árinu en í fyrra greindist eitt tilfelli á Norðurlandi eystra. Fram til ársins 2010 greind- ist riða á nokkrum bæjum á land- inu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á ár- unum 2011-2014. Riðan er því á undanhaldi en þetta sýnir að ekki má sofna á verðinum,“ segir í frétt MASt um málið. „Á undanförnum árum hafa sýni verið tekin við slátr- un úr u.þ.b. þrjúþúsund kindum á ári. Jafnframt hafa bændur verið hvattir til að senda hausa til Keldna af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma, eða hafa samband við dýralækni um að taka sýni úr slíku fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni þar sem það eykur líkur á að finna riðuna. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu til að meta um- fang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð,“ segir í frétt frá Matvælastofnun. mm Riða hefur nú komið upp í fé í Vallanesi við Varmahlið í Skagafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Kínverjar setja fram sérkröfur Lambakjöt í Japan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.