Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Síðastliðinn laugardag fóru fram leikir í næstsíðustu umferð In- kassódeildar karla í fótbolta. Úr- slit í þeim urðu þau að Skaga- menn sigruðu Selfoss á Selfossi með þremur mörkum gegn engu. Á sama tíma tapaði Víkingur í Ólafs- vík á heimavelli gegn Njarðvík 1-2. Þetta þýðir að það verður hlut- skipti Skagamanna og HK að fara upp um deild, en Víkingur féll við þessi úrslit í fjórða sæti deildarinnar og spilar liðið því áfram í Inkasso- deildinni næsta sumar. Selfoss er fallið í 2. deild og það verður annað hvort Magni eða ÍR sem fylgir. ein umferð er nú eftir af deild- inni og verður hún spiluð næsta laugardag. Þá mæta Skagamenn Þrótti R á Akranesi en á sama tíma spilar HK, sem fyrir umferðina hef- ur stigi meira en Skagamenn, við Hauka á Ásvöllum. Hagstæð úrslit fyrir Skagamenn gætu þýtt að þeir verði í efsta sæti Inkassodeildar- innar eftir sumarið, en verða þá að treysta á sigur í sínum leik og jafn- framt að HK annað hvort tapi eða geri jafntefli við Hauka. Víkingur Ólafsvík sækir Fram heim í Laug- ardalinn en úrslit í þeim leik hafa engin áhrif á veru liðanna í deild- inni. Býsna öruggur 3-1 sigur ÍA, sem er í harðri baráttu við HK um efsta sæti deildarinnar, fór í heim- sókn á Selfoss. Gestirnir komust yfir eftir rúmlega stundarfjórðungs leik með marki Jeppe Løkkegaard Han- sen. Á markamínútunni miklu, þeirri 43., tvöfölduðu þeir forskot sitt þeg- ar Arnar Már Guðjónsson skoraði. Hrvoje tokic og Kenan turudija, í liði Selfoss, fengu að líta rauð spjöld með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleik en þrátt fyrir það minnkuðu þeir muninn nokkrum mínútum síð- ar með marki Guðmundar Axels Hilmarssonar. Skagamenn skoruðu sitt þriðja mark í lok leiksins þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson innsigl- aði 1-3 sætan sigur Skagamanna. Alltaf markmiðið Jóhannes Karl þjálfari ÍA var að vonum afar sáttur eftir sigur sinna manna gegn Selfossi enda var hann að sigla liðinu upp í deild þeirra bestu. Í samtali við fotbolti.net sagði Jói Kalli: „Við sigldum þessu heim af fagmennsku og kláruðum þetta. tryggðum okkar sæti í pepsi sem var alltaf markmiðið.“ til hamingju Skagamenn! mm Meistaraflokkur ÍA kvenna í knattspyrnu gerði góða ferð til Akureyrar og þegar þær sigruðu lið Hamranna síðasta föstudag í 18. umferð Inkassodeildar. Leik- urinn var jafnframt síðasti leikur Íslandsmótins. Fyrir viðureign- ina var ljóst að ÍA náði ekki að tryggja sér sæti í efstu deild að ári og þess vegna leikurinn einung- is til að enda tímabilið vel. Aftur á móti var viðureignin gífurlega mikilvæg stelpunum úr Hamri sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að falla ekki niður um deild. Mikil stöðubarátta einkenndi upphafsmínútur leiksins þar sem hvorugt liðið ætlaði að gefa eft- ir. Skagastelpur áttu fyrsta mark leiksins sem kom á 36. mínútu þegar Unnur Ýr átti góða send- ingu á Mareni Leósdóttur sem skilaði boltanum í netið. ekki fleira markvert skeði það sem eft- ir var af hálfleik og leiddi ÍA 1-0 þegar gengið var til klefa. Hamrarnir byrjuðu síðari hálf- leik af krafti og gáfu lítið eftir. Vörn þeirra gulklæddu stóð sterk og létu Akureyringa hafa fyrir öllu sínu. Það var svo um mið- bik síðari hálfleiks að Unnur Ýr Haraldsdóttir og Bergdís Fanney einarsdóttir áttu gott samspil sem endaði með því að Bergdís Fann- ey skoraði og kom ÍA í 2-0. ekki komu fleiri mörk hjá liðunum og Skagasigur staðreynd. ÍA endar tímabilið í þriðja sæti deildarinnar og þarf að bíða í ár til að reyna við sæti í pepsideildinni að nýju. glh eftir langa 15 ára dvöl í neðstu deild fótboltans tryggði karlalið Skallagríms í Borgarnesi sér sæti í 3. deild á næsta tímabili og jafnframt þátttökurétt í úrslitaleik 4. deildar gegn Reyni í Sandgerði. Skallagrím- ur hafði betur gegn Álftnesingum í einvígi liðanna á miðvikudaginn í síðustu viku og fara Borgnesingar upp um deild á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli en einvígi liðanna endaði samanlagt 6-6. Það var þétt staðið í stúkunni og góð stemning hjá stuðningsmönnum beggja liða við Bessastaðavöll þegar Skallagrímur og Álftanes mættust í seinni viðureign liðanna í undanúr- slitum 4. deildar á miðvikudaginn. Fyrri leik liðanna í Borgarnesi lauk með 3-2 sigri Skallagríms og Borg- nesingar voru því í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í 3. deildinni að ári. Leikurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Skallagrímsmenn sem skoruðu sjálfsmark strax á þriðju mínútu eftir vandræðagang í eigin vítateig. Jafn- ræði var þó með liðunum í kjölfar- ið og var ljóst að hvorugt liðið ætl- aði að gefa eftir þar sem sæti í þriðju deild var í húfi. Á 24. mínútu fengu svo heimamenn vítaspyrnu og var það Arnar Már Björgvinsson sem fór á punktinn fyrir Álftnesinga og skilaði boltanum fast í netið. ekki mátti sjá að forskot heimamanna hefði stóráhrif á Skallagrímsmenn sem spiluðu vel á milli sín og sóttu af krafti. Borgnesingurinn Viktor Ingi Jakobsson átti svo hörkuskot á 42. mínútu sem endaði í netinu og minnkaði Viktor þannig muninn áður en flautað var til hálfleiks. 2-1 fyrir Álftnesinga. Seinni hálfleikur var engu síðri og bauð upp á mikla skemmtun fyr- ir stuðningsmenn sem hvöttu lið sín til dáða. Bæði lið byrjuðu vel en því sem leið á þá voru Skallagríms- menn skeinuhættari í sínum sóknar- aðgerðum. Álftnesingar áttu þó inn á milli hættulegar skyndisóknir sem þétt vörn gestanna stóð af sér. Leó Örn Þrastarson jafnaði svo met- in fyrir Borgnesinga á 75. mínútu sem að sama skapi kom sér vel fyrir Skallagrímsmenn upp á markatölu á útivelli að gera og ljóst að Álft- nesingar þyrftu að skora eitt mark til að jafna einvígið og tvö mörk til viðbótar til að vinna það. Hart var barist síðasta korterið. Heima- menn gerðust sérstaklega ágengir við mark gestanna sem þurftu að hafa sig alla við að verjast. Það var svo á þriðju mínútu uppbótartíma að Halldór Fannar Júlíusson skor- aði þriðja mark þeirra bláklæddu og tryggði þeim þannig framlengingu. Mikill hiti var í mönnum, svo mik- ill að þjálfari Skallagríms fékk rautt spjald á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrir að rífa kjaft og þurfti í kjölfarið að víkja af velli. Staðan 3-2 Álftanesi í vil eftir venjulegan leiktíma. Í framlengingunni voru bæði lið til alls líkleg og skiptust á að halda boltanum. Á 98. mínútu náði Gu- illermo Gonzalez Lamarca að setja sína menn í óskastöðu er hann skor- aði þriðja mark gestanna og jafnaði þannig metin. Þess má geta að Gu- illermo hefur skorað 19 mörk í 16 leikjum sem hann hefur spilað með Skallagrími í sumar. Seinni hálfleik- ur framlengingarinnar var keimlík- ar lokamínútunum í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Álftnesingar sóttu hart að gestunum sem spiluðu þétta vörn og voru komnir aftarlega á sinn vallarhelming. Það var svo á 120. mínútu að Atli Freyr Ottesen pálsson fann boltann í vítateig gest- ÍA og HK lyftu sér upp í Pepsideild Skallagrímsmenn og stuðningsmenn þeirra voru að vonum kátir í leikslok. Ljósm. glh. Skallagrímur tryggði sér sæti í þriðju deild Liðið stillti sér upp til myndatöku að leik loknum á miðvikudaginn. Ljósm. Þröstur Albertsson. Skagastelpur sigruðu í síðasta leik tímabilsins anna og skoraði fyrir sína menn. ekki dugði það þó fyrir Álftnesinga sem þurftu að sætta sig við tap í ein- víginu. Lokatölur 4-3 fyrir Álftanes í dramatískum leik. eins og fyrr segir þá hafa Skalla- grímsmenn nú tryggt sér sæti í þriðju deildinni að ári og sömuleið- is tryggðu þeir sér þátttöku í úr- slitaviðureign 4. deildar gegn Reyni í Sandgerði. Sá leikur fór fram á laugardaginn var og endaði með 7-1 stórsigri Reynis sem varð því deildarmeistari með sóma. engu að síður er ástæða til að óska Borg- nesingum til hamingju með árang- urinn og það að fimmtán ára eyði- merkurgöngu þeirra í neðstu deild er nú lokið. glh Jóhannes Karl Guðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.