Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 20188 Samþykkja hærri niður- greiðslur AKRANES: Bæjarráð Akra- ness hefur samþykkt að hækka niðurgreiðslur til dag- foreldra vegna fjölbura. For- eldrar sem vista börn sín í 4-8 klukkustundir á dag fá hæst í niðurgreiðslu um 55.000 krónur. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagfor- eldrum í 4-8 klukkustundir á dag fá hæst niðurgreiðslu um 63.000 krónur fyrir eitt barn, en vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaaf- slætti fyrir átta tíma vistun. Starfsárið 2018-2019 eru niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn 100.000 krón- ur og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið. -klj Samgönguvika stendur nú yfir LANDIÐ: „Veljum fjöl- breyttan ferðamáta“ er yf- irskrift Samgönguviku í ár, en hún var sett síðastliðinn sunnudag, á Degi íslenskr- ar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem ár- lega stendur yfir dagana 16. – 22. september. Þema vik- unnar vísar til þess ávinnings sem er af því að einskorða sig ekki við eina tegund sam- gangna heldur nýta til fulls þá möguleika sem ólíkir samgöngumátar bjóða upp á. Fjöldi viðburða verða á veg- um sveitarfélaga og félaga- samtaka í vikunni en nálgast má upplýsingar um dagskrá vikunnar hér á vef Stjórnar- ráðsins, á heimasíðum sveit- arfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar. -mm Ráðuneytum verður fjölgað um eitt LANDIÐ: Velferðarráðuneyt- inu verður skipt upp í heil- brigðisráðuneyti og félagsmála- ráðuneyti, jafnréttismál fær- ast á ábyrgð forsætisráðuneytis og málefni mannvirkja færast úr umhverfisráðuneyti í félags- málaráðuneyti. „Markmiðið með þessum breytingum er að skýra verkaskiptingu, skerpa pólitíska forystu og skapa aukin sóknarfæri í málaflokkum sem ríkisstjórnin hefur í forgangi,“ segir í tilkynningu frá Stjórnar- ráðinu. tillaga til þingsályktun- ar þessa efnis hefur verið sam- þykkt í ríkisstjórn og verður innan tíðar lögð fyrir Alþingi með það fyrir augum að breyt- ingarnar taki gildi um næstu ára- mót. Með breytingunni fjölg- ar ráðuneytum úr níu í tíu við skiptingu velferðarráðuneyt- isins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. „Ráðgert er að embættistitill ráðherra nýs félagsmálaráðuneytis verði fé- lags- og barnamálaráðherra og endurspeglar það áform stjórn- valda um aukna áherslu á mál- efni barna og ungmenna,“ segir í tilkynningu. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 8. - 14. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 5.727 kg. Mestur afli: Flugaldan St: 5.529 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 24.134 kg. Mestur afli: Þorsteinn SH: 19.275 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 292.203 kg. Mestur afli: Jóhanna Gísla- dóttir GK: 83.740 kg í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 189.092 kg. Mestur afli: páll Jónsson GK: 75.921 kg í einni löndun. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 390.346 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 74.475 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 47.877 kg. Mestur afli: Leynir SH: 22.347 kg í þremur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Jóhanna Gísladóttir GK - GRU: 83.740 kg. 10. septem- ber. 2. Páll Jónsson GK - ÓLA: 75.921 kg. 10. september. 3. Hringur SH - GRU: 69.322 kg. 12. september. 4. Örvar SH - RIF: 59.015 kg. 11. september. 5. Tjaldur SH - RIF: 58.487 kg. 9. september. -kgk Viðey Re kom til hafnar í Reykja- vík í síðustu viku eftir vel heppn- aða veiðiferð á Vestfjarðamið. Senn líður að því að skipið, sem er einn þriggja nýrra ísfisktogara HB Granda, sé búið að vera í rekstri í þrjá mánuði og segist skipstjór- inn ekki vera í vafa um að skipin séu búin að sanna ágæti sitt og gott betur en það. Á vef HB Granda er rætt við Jóhannes ellert eiríks- son skipstjóra. „Það eru allir í skýj- unum með þessi nýju skip,“ segir hann. „ef eitthvað er þá hafa skipin farið fram úr okkar björtustu von- um. Þau eru ótrúlega öflug og færu létt með að draga tvö troll samtím- is. Þau eru sömuleiðis miklu rólegri í sjó en gömlu skipin, stampa ekki og maður finnur ekki fyrir því þeg- ar verið er að snúa þótt veðrið sé ekki gott.“ Um nýliðna veiðiferð á Vest- fjarðamið segir Jóhannes ellert að veður hafi fælt menn frá því að hefja veiðiferðina á heimamiðum. ,,Við fórum því á Vestfjarðamið og vorum að veiðum í kantinum út af patreksfirði norður á Hala. Aflinn var góður og við vorum alls með 180 tonna afla í túrnum,“ segir Jó- hannes ellert, en hann upplýsir að heldur sé að draga úr gullkarfa- veiði á Vestfjarðamiðum en góður gullkarfaafli hafi hins vegar feng- ist upp á síðkastið á Fjöllunum og öðrum heimamiðum ísfisktogara HB Granda úti fyrir suðvestur- landi. mm Berglind Helga Jóhannsdóttir lög- fræðingur hefur verið ráðin pers- ónuverndarfulltrúi hjá Akranes- kaupstað. Berglind Helga lauk B.Sc. prófi í lögfræði frá Syddansk Universitet í Óðinsvéum í Dan- mörku og síðar meistaranámi í lög- fræði frá Háskólanum á Bifröst. Í tilkynningu á vef Akraneskaupstað- ar segir að Berglind hafi fjölbreytta reynslu af lögfræðistörfum, með- al annars af lögfræðisviði Lands- bankans og sem ritari fagráðs bank- ans. Hún gegndi einnig starfi lög- lærðs fulltrúa hjá Sýslumanninum á Akranesi, sem síðar varð Sýslumað- urinn á Vesturlandi. Alls sóttur 12 um starfið, en þrír drógu umsókn sína til baka. Berg- lind Helga hóf störf 10. september síðastliðinn. klj Samtök atvinnulífsins eru á ferð um landið þessa dagana með fun- daröð undir yfirskriftinni “tölum saman”. Fimmtudaginn 13. sep- tember síðastliðinn voru fulltrúar SA í Samkomuhúsi Grundarfjarðar með opinn fund. Það voru þau Ás- dís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs og Halldór Ben- jamín Þorbergsson framkvæm- dastjóri SA sem stýrðu fundinum þar sem farið var yfir stöðuna í at- vinnumálum hér á landi. Á næsta ári verður samið um lífskjör Íslen- dinga í fjölda kjarasamninga og var staðan tekin á þessum málum. Það kom fram í máli SA að kaupmáttur heimila hafi vaxið mikið og nú væri sjaldséður verðstöðugleiki í þjóðfé- laginu. tónninn í þessari fundaröð er að menn eru beðnir að stíga varlega til jarðar í komandi kjaras- amningum enda sé Ísland ofarlega á flestum listum hvað varðar kaup- mátt, laun og lífskjör. tfk Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti samhljóða á fundi sínum síðdegis á þriðjudag í síðustu viku að ráða tryggva Harðarson í starf sveitarstjóra. tryggvi var einn af 17 umsækjendum um starfið. „Ára- löng reynsla hans af sveitarstjórn- armálum og sú staðreynd að hann skoraði hæst í hæfnismati Capa- cent réðu úrslitum um ráðningu hans,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en tryggvi hefur m.a. setið í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar og starfað sem sveitarstjóri á Seyðisfirði og í Þingeyjarsveit. „Sveitarstjórn býð- ur tryggva velkomin og vonast til að eiga gott samstarf við hann um málefni sveitarfélagsins.“ Sjá viðtal við tryggva á bls. 18. kgk Tryggvi Harðarson ráðinn sveitarstjóri Reykhólahrepps Persónuverndarfulltrúi ráðinn hjá Akraneskaupstað Samtök atvinnulífsins á ferð um landið Góð mæting var á fundinn og komu fundargestir víða af Snæfellsnesi. Hér ræðir Halldór B Þorbergsson við fundarmenn. Nýju ísfisktogararnir jafnvel betri en vonast hafði verið til Viðey RE. Ljósm.HB Grandi/ Kristján Maack.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.