Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201826 Dr. eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, hefur sent frá sér bók- ina Conspiracy & populism – the politics of Misinformation. Hið virta forlag palgrave Macmillan gefur bókina út á heimsvísu og er hún nú í dreifingu beggja vegna Atlantsála. Conspiracy & popul- ism er áttunda fræðibók eiríks en hann hefur einnig sent frá sér þrjár skáldsögur. Í bókinni grein- ir eiríkur hvernig ört vaxandi fylgi þjóðernispopúlískra stjórnmála- flokka í evrópu og Ameríku hafi farið hönd í hönd við aukna dreif- ingu samsæriskenninga. Megin framlag bókarinnar er að rannsaka hvernig popúlistar nýta sér sam- særiskenningar til að ala á ótta og draga fólk þannig til fylgislags við sig – meðal annars með dreifingu falsfrétta. Á meðal þeirra samsæriskenn- inga sem fjallað er um í bókinni eru til að mynda djúpríkiskenning Donalds trumps og evrarabíu- kenningin, sú að Íslamistar með aðstoð menningarmarxista á Vest- urlöndum ætli sér að yfirtaka evr- ópu og afgera hina kristnu arfleifð álfunnar. Þá er farið ofan í sögur um að Angela Merkel sé laundóttir Adolfs Hitlers, að Barack Obama haf verið ólögmætur forseti og að George W. Bush hafi staðið á bak við hryðjuverkaársárnir 11. septe- mer. einnig er rætt um kenningar á borð við þá að helförin sé upp- spuni, að meðlimir pussy Riot séu handbendi Vestursins og að evr- ópusambandið sé í raun endureist Rómarveldi, nú á kommúnískum grunni. Þessar sögur og fjöldmarg- ar fleiri sem ræddar eru í bókinni eru á meðal þeirra sem popúlist- ar hafa haldið að fólki í evrópu og hafa fengið byr undir báða vængi, til að mynda í Brexit umræðunni í Bretlandi og af forsetum bæði Bandaríkjanna og Rússlands. „Í bókinni reyni ég að greina í sundur þessa þrjá þræði sem svo mjög hafa einkennt pólitík okkar daga á Vesturlöndum, semsé sam- særiskenningar, popúlisma og fals- fréttir,“ segir eiríkur Bergmann; „efni hennar á því erindi til okkar allra.“ Í tilefni af útgáfu bókarinnar efn- ir Háskólinn á Bifröst til útgáfu- fagnaðar fimmtudaginn 4. október næstkomandi í Þjóðminjasafni Ís- lands í Reykjavík. Hófið hefst með fyrirlestri höfundar klukkan 16:00 og að því loknu verða léttar veit- ingar í boði. Fyrirlesturinn og út- gáfuhófið er öllum opið á meðan húsrými leyfir. mm Eiríkur fjallar um þjóðernispopulisma í nýrri bók sinni Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í síðustu viku, í Veröld - húsi Vigdís- ar við Brynjólfsgötu, aðgerðaáætl- un til varnar íslenskri tungu. Að- gerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóð- lífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að ís- lenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. tillögur ráðherrans eru fjórþættar og marka allar þáttaskil í afstöðu ríkisins til máltækni, bókaútgáfu og síðast en ekki síst er þetta í fyrsta skipti í ára- tugi sem ríkið tekur til varna fyrir einkarekna íslenska fjölmiðla. Fjórar megintillögur Í fyrsta lagi er stefnt að endur- greiðslu kostnaðar við útgáfu ís- lenskra bóka þannig að um fjórð- ungur af útgáfukostnaði hverr- ar bókar njóti styrks úr ríkissjóði. Í annan stað á að veita styrki út á kostnað við rekstur ritstjórna sjálf- stætt starfandi fjölmiðla og um leið draga úr vægi RUV á auglýsinga- markaði sem nemur 560 milljónum króna á ári. Í þriðja lagi á að fara í ýmsar aðgerðir til eflingar mál- tækni og auka á opinberan stuðn- ing við textun, táknmálstúlkun og talsetningu í myndmiðlum. Loks skal auka vægi íslenskumenntunar á öllum skólastigum. Fram kom hjá ráðherra að stefnt er að samræm- ingu skattlagningar vegna kaupa á auglýsingum milli íslenskra og erlendra netmiðla. Þannig er til skoðunar að skattleggja kaup á er- lendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla en þeir síð- artöldu taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Horft er til nágrannalanda og evrópu- ríkja sem einnig hafa til skoðun- ar leiðir til að styrkja samkeppnis- stöðu þarlendra miðla. Þá hyggst ráðherra jafnframt auka gegnsæi í opinberum auglýsingakaupum. Bæta stöðu einkarek- inna fjölmiðla Fram kom í kynningu ráðherra að stefnt er á að verja um 350 millj- ónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl- miðla á Íslandi en þeir hafa verulega átt í vök að verjast fjárhagslega bæði vegna ójafnvægis á fjölmiðlamark- aði innanlands en ekki síður vegna erlendra miðla sem sogað hafa til sín íslenskt markaðsfé, án þess að greiða af því skatta. til stend- ur að endurgreiða hluta ritstjórn- arkostnaðar ritmiðla og ljósvaka- miðla sem miðla fréttum, frétta- tengdu efni; „og gegna mikilvægu samfélagshlutverki,“ eins og seg- ir í kynningu ráðuneytisins. Skil- yrði fyrir endurgreiðslunni verða skýr og bundin við hámark í hverju tilfelli. ekki er búið að útfæra ná- kvæmlega reglur þar að lútandi en fram kom í máli ráðherra að styrk- ur til reksturs ritstjórna gæti legið á bilinu 20-25% af heildarkostn- aði. „Styrkveitingar verða fyrirsjá- anlegar, óháðar tæknilegri útfærslu og mynda ekki hvata til þess að fara fram hjá kerfinu né skekkja sam- keppnisstöðu fjölmiðla,“ segir í til- kynningu ráðuneytisins. Samhliða verður dregið úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði svo sem með hömlum á kostun dagskrárgerð- ar. Lilja hyggst í upphafi næsta árs leggja fram frumvarp á Al- þingi en það verður til umsagnar í nóvember. Hún segir að um sé að ræða sögulega aðgerð en þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla. Þeir hafa þó þekkst lengi á Norð- urlöndunum og er mestur stuðn- ingur við fjölmiðla í Noregi. Aðgangur að fjölbreytt- um fjölmiðlum Í samtali við Skessuhorn kvaðst Lilja Alfreðsdóttir vera vongóð um að þessar aðgerðir muni valda straumhvörfum á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. „Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt og staða þeirra er viðkvæm. Þeir gegna hins vegar mikilvægu lýð- ræðis- og menningarlegu hlut- verki og það er eðlilegt að stjórn- völd taki mið af því. Það er brýnt að fólk hafi aðgang að fjölbreytt- um fjölmiðlum, sem miðla frétt- um og samfélagslegu efni, og gera almenningi kleift að taka virkan þátt í okkar lýðræðissamfélagi. Við bætist sú staðreynd að fjölmiðlar skipta sköpum fyrir vöxt og við- gang tungumálsins okkar, sem þarf að styðja með ráðum og dáð. Það er tímabært að stíga þessi sögulegu skref og hrinda í framkvæmd lof- orði sem tilgreint er í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar. Ég trúi því að aðgerðirnar muni hafa tilætluð áhrif,” sagði Lilja. Stuðningur við íslenska bókaútgáfu Lilja Alfreðsdóttir sagði við þetta tækifæri að Íslendingar væru bóka- þjóð og mikilvægi hins ritaða máls væri ótvírætt. „Kveðið er á um stuðning við íslenska bókaútgáfu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undanfarin ár hefur einnig ver- ið unnið markvisst að því að bæta læsi á Íslandi, einkum meðal barna og ungmenna. Lestrarfærni er lyk- ill að lífsgæðum og bækur grund- völlur símenntunar alla ævi. til að mæta sem best þeim vanda sem ís- lensk bókaútgáfa stendur frammi fyrir verður sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi fyrir íslenska bóka- útgáfu sem felur í sér 25% endur- greiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka. Áætlaður ár- legur kostnaður vegna þessa er um 400 milljónir kr. frá og með árinu 2019.“ mm Fjölþættar aðgerðir kynntar til verndar íslenskri tungu Það var óhætt að segja að spennu hafi gætt í röðum blaðamanna og ljósmyndara sem viðstaddir voru kynningu ráðherra, enda margir fjölmiðlar í rekstrarerfiðleikum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.