Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 21 Leið 57 mun EKKI aka frá Akureyri til Borgarness klukkan 16:20 á . Leið 57 mun aka frá Borgarnesi til Akureyrar klukkan 10:28 . Vetraráætlun 2018-2019 fyrir Strætó á landsbyggðinni tók gildi sunnudaginn 9.september. Við vekjum sérstaka athygli á breytingu á . VETRARÁÆTLUN 2018-2019 Það hefur færst í vöxt að íbú- ar í Borgarnesi stingi sér til sunds í sjónum við strandlengju bæjar- ins. Nú hefur Sjóbaðsfélagið „Sea- men“ Borgarbyggðar verið sett á laggirnar til að ýta undir þetta nýj- asta sport í bæjarfélaginu og er fé- lagið strax komin með um 20 virka „Seamen“ félaga. „Þetta er búin að vera í umræðu í heita pottinum all- an síðasta vetur,“ segja þeir eirík- ur Jónsson og pétur Guðmundsson um hvernig sjóbaðsfélagið kom til. pétur ásamt Orra Sveini Jónssyni, pálma Þór Sævarssyni og Þorvaldi Ásberg Kristbergssyni, eiga heiður- inn af að hafa komið þessu af stað. Umræðan kviknaði eins og svo margt annað í pottaspjalli í Sund- lauginni í Borgarnesi á síðasta ári. „Menn voru brattir og fóru reglu- lega í kalda karið í sundlauginni, en nú færum við þetta upp á næsta stig ef svo má segja,“ bætir eiríkur við. Hann er jafnframt titlaður formað- ur félagsins. „Ég var í rauninni sett- ur í þessa formannsstöðu. Fyrir um tveimur vikum var mér heilsað með virktum sem slíkum í sturtuklef- anum og hef ég síðan þá mannað þessa stöðu og geri það með gleði. Ég hins vegar er ekki mikið að fara í sjóinn sjálfur heldur er ég maður- inn í úlpunni á bakkanum,“ segir hann brattur. Öryggi í fyrirrúmi Í vesturenda Brákareyjar er ramp- ur sem liggur niður í sjóinn, sunn- an við höfnina. Þar safnast sjóbaðs- félagar saman áður en farið er í sjó- inn hverju sinni. Þegar blaðamann bar að garði var heldur kuldalegt úti, um tíu gráður og hraustleg vestanátt. Við þurra enda ramps- ins komu félagar, krakkar sem full- orðnir, í sloppum, á sundskýlunni, sundbolum, í sérstökum sjóbaðs- sokkum og hönskum og með til- heyrandi búnað, hver öðrum glað- ari, tilbúnir til sjósunds. „Sjórinn er núna um níu gráður,“ segir pétur sem fór ekki í sjóinn í þetta skipt- ið heldur nýtti tækifærið til að ræða við blaðamann. „Við pössum alltaf að kanna vel aðstæður áður en við förum í sjóinn, hvernig fjara og flóð er ásamt því að athuga strauma, því hér eru sterkir straumar og mikil- vægt að þekkja aðstæður vel,“ út- skýrir pétur. Skammt frá þar sem fólkið fer í sjóinn er sker, sem að vísu sást ekki vegna flóðs þetta til- tekna kvöld. Rétt útundan því á það til að myndast gífurlega sterk- ur og lúmskur straumur sem getur gert aðstæður sjóbaðsfélaga hættu- legar ef ekki er farið með gát. „Við höfum fengið allar upplýsingar um skerið og förum ekki út fyrir það. Öryggið er alltaf í fyrirrúmi hjá okkur og t.d. er það regla að enginn fer einn í sjóinn heldur alltaf tveir eða fleiri,“ bætir pétur við. Góður félagsskapur Sjósund og sjóböð hafa notið vax- andi vinsælda á Íslandi og segja flestir sem stunda þetta sport reglu- Þegar leið á kvöldið tók að rigna en sjóbaðsfélagar létu það ekki á sig fá. Sjóböð eru nýjasta sportið í Borgarnesi Félagar safnast saman við rampinn í Brákarey áður en farið er í sjóinn. Sjórinn var um níu gráður síðasta þriðjudag. Krakkarnir sem skelltu sér í sjóinn voru kátir. Sjóbaðsföt voru mismunandi. lega að það sé allra meina bót. „Fólk finnur fyrir meiri orku og líður bet- ur í líkama og sál,“ segir pétur. „Svo snýst þetta ekki einungis um að fara í sjóinn og kæla sig, heldur er þetta líka svo skemmtilegur félagsskapur. Ég er til dæmis oft búinn að gera sjósundsdótið mitt klárt nokkrum tímum fyrir sjósundið sjálft, ég er alltaf svo spenntur að fara og hitta alla,“ segir hann og hlær. Í nýlegum Facebook hópi félags- ins segir í lýsingu: „Sjóbaðsfélag- ið „Seamen“ er hópur áhuga- manna um sjóböð, heita potta og ennþá betri félagsskap. Ætlunin er að hittast reglulega á bryggjunni í Brákarey og skella sér í sjóinn öll- um til heilsubótar.“ Félagar í Sjó- baðsfélaginu „Seaman“ fara tvisvar til þrisvar í viku til sjósunds og er hvert skipti auglýst með fyrirvara á síðunni þeirra; Sjóbaðsfélagið „Seamen“ Borgarbyggðar. Félagið býður öllum áhugasömum að koma og svamla með sér í sjónum. glh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.