Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201818 Vegna vætutíðar á Vesturlandi um sumarmánuðina gátu bændur víð- ast hvar í landshlutanum ekki haf- ið slátt eins fljótt og þeir hefðu kos- ið. einnig var nokkuð um að þeir þyrftu að hirða beint úr sláttuskár- anum eða í öllu falli sætta sig við að hirða heyið blautara en gengur og gerist. Sömu sögu er að segja af bændum á Suðurlandi. Þrátt fyr- ir það er ekkert sem bendir til þess að hey sumarsins séu slæmt fóð- ur, að sögn elísabetar Axelsdótt- ur, framkvæmdastjóra og eiganda rannsóknastofunnar efnagreining- ar ehf. á Hvanneyri. „Við sjáum engin teikn á lofti um að hey séu léleg. Þrátt fyrir að þau séu blaut er fátt sem bendir til þess að þau séu mikið orkuminni eða steinefnasnauðari, ef miðað er við kg af þurrefni. Skepnunar þurfa ákveðið magn af þurrefni, sem ræðst af efnainnihaldinu, en eðli- lega þurfa þær því fleiri kg af heyi eftir því sem það er blautara,“ segir elísabet í samtali við Skessuhorn. „Það má eiginlega segja að heysýn- in sem koma til okkar frá Suður- og Vesturlandi séu meira og minna vothey, það er að segja 30-40% þurr. Við sjáum sýrustig sem við höfum ekki séð áður, en þeim mun lægra sem sýrustigið, pH, er þeim mun súrara er heyið. Það kemur aðeins á óvart að bændur virðast hafa náð góðri verkun þótt þeir hafi þurft að glíma við mjög óvenjulega blaut hey eða alveg niður í um 20% af þurrefni. Það ber lítið á smjör- sýrulykt,“ bætir hún við. Þannig að heilt yfir segir elísa- bet niðurstöður úr efnagreiningum á heyi frá Vesturlandi vera nokkuð góðar, miðað við þau sýni sem hún hefur greint. „Mér sýnist vera mjög góð hey á Norður- og Austurlandi, frekar þurr og orkurík. Það er ekki amalegt að vinna með ilmandi töðu alla daga en votheyslyktin er líka oftast góð,“ bætir hún við. Á kafi við efnagreiningar efnagreining efh. er starfrækt í gömlu nautastöðinni á Hvanneyri af elísabetu og eiginmanni henn- ar, Arngrími thorlacius. elísabet er framkvæmdastjóri fyrirtæksins og annast allan daglegan rekstur þess. Hún segir meira en nóg að gera um þessar mundir. „Við erum á kafi við að greina sýni núna, það er þvílíkt innstreymi af sýnum og miklu meira en verið hefur. Bæði tel ég það vegna þess að nú hyggj- ast margir bændur flytja hey til Noregs en einnig vegna þess að bændur sjá hag sinn í því að senda sýnin til okkar, frekar en að senda þau utan. Aðstæður voru þann- ig fyrir nokkrum árum að bændur sáu sér þann kost vænstan að senda heysýnin til greiningar í Hol- landi. en núna virðast þeir hafa snúið við blaðinu og ég vona bara að þeir séu steinhættir því,“ seg- ir hún létt í bragði. „Á þeim tíma sá Landbúnaðarháskóli Íslands um heyefnagreiningar fyrir bændur og var þjónustan í heyefnamælingum ekki að standast tímans tönn. Við erum hins vegar komin með all- ar þær greiningar sem þörf er fyr- ir. erum vel tækjum búin og höf- um látið hanna fyrir okkur gagna- grunn og hugbúnað til að tengj- ast beint við NorFor, samnor- ræna fóðurmatskerfið. Bændur eru því farnir að sækja í auknum mæli til okkar með efnagreiningar. Við erum óskaplega ánægð með það og þakklát fyrir viðtökurnar,“ segir elísabet að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. tryggvi Harðarson var í síðustu viku ráðinn sveitarstjóri Reykhóla- hrepps. Hann tekur við af Ingi- björgu Birnu erlingsdóttur, sem greindi frá því í vor að hún gæfi ekki kost á sér til starfsins áfram. Skessu- horn sló á þráðinn til tryggva eft- ir hádegi á mánudag, sem var ein- mitt fyrsti dagurinn hans í nýju vinnunni. „Það er fyrsti dagurinn á skrifstofunni í dag og þetta leggst vel í mig. Ég er búinn að vera að undirbúa mig undanfarið, sækja námskeið og ýmislegt fleira til upp- rifjunar, sem og að setja mig inn í ýmis mál,“ segir tryggvi sem er enginn nýgræðingur á sviði sveitar- stjórnarmála. „Ég var í bæjarstjórn í Hafnarfirði um 16 ára skeið, síð- an bæjarstjóri á Seyðisfirði í fjögur ár og sveitarstjóri í Þingeyjarsveit í önnur fjögur. Þannig að ég er bú- inn að taka rúntinn um landið,“ segir hann léttur í bragði. tryggvi lét af störfum norður í Þingeyjarsveit árið 2012. Hann hefur starfað sem undirverktaki í járnabindingum á höfuðborgar- svæðinu undanfarin ár. Þar hefur hann haft í nógu að snúast, enda mikill uppgangur verið í bygginga- iðnaðinum síðustu ár. en hvers vegna ákvað hann að snúa sér aft- ur að sveitarstjórnarmálum? „Ég er búinn að fá góða hvíld og þræla að- eins með líkamanum. Það er stund- um kærkomið að breyta svolítið til. Ég hef jú varið stórum hluta ævi minnar, 24 árum, til sveitarstjórn- armála. Mér finnst sveitarstjórn- armál mjög skemmtileg en í þeim málum eins og öðrum þarf stund- um að taka smá frí,“ segir hann. Nýr Vestfjarðavegur stærsta málið Spurður um málefni sveitarfélags- ins segir tryggvi engan vafa leika á að eitt mál sé þar áberandi stærst og mest aðkallandi. „Það liggur alveg fyrir að það er nýr Vestfjarðaveg- ur. Ég tel vera lykilatriði að fá botn í það sem allra fyrst. Þetta mál er búið að vera til vansa í langan tíma en ég vona að núna hilli undir end- anlega ákvörðun svo hægt verði að ráðast í vegaúrbætur á þessu svæði,“ segir hann. „Síðan er auðvitað eitt og annað sem þarf að skoða. At- vinnumálin eru auðvitað mikilvæg mál og síðan eru skóla- og félags- mál stór þáttur í starfi hvers sveit- arfélags. Það getur vissulega ver- ið áskorun að halda atvinnumál- um í góðum höndum á stöðum sem þessum. Í því sambandi er lykilat- riði að fólk geti búið á stöðum þar sem atvinnu er að hafa. Núna seinni ár, eins og fram hefur komið, hef- ur oft vantað húsnæði fyrir starfs- fólk fyrirtækja í Reykhólahreppi því einkaaðilar hafa ekki treyst sér til að byggja þar sem markaðsverð er langt undir byggingakostnaði. Þar þarf að finna úrlausnir til að fólk geti komið og búið og starfað þar sem það vill vera,“ segir tryggvi. Ætlar í réttir um helgina tryggvi flutti vestur að Reykhól- um frá höfuðborginni um síðustu helgi og er hægt og rólega að koma sér fyrir. „Ég flutti á laugardag- inn, leigi gamla skólastjórabústað- inn við Skólabraut 1 á Reykhólum. Ég á stóra fjölskyldu og á von á því að hún verði dugleg að heimsækja mig,“ segir hann. „Ég er loksins orðinn lögformlegur Vestfirðingur, flutti lögheimilið mitt á Vestfjarða- kjálkann í dag,“ bætir hann ánægð- ur við. „Fyrsta daginn í vinnunni er ég bara að reyna að komast inn í tölvurnar og kerfið og fara yfir alla tölvupóstana sem biðu mín. Næst á dagskrá er að setja sig inn í þau mál sem eru í gangi, auk þess sem allt- af eru að koma upp einhver ný og spennandi verkefni sem þarf að taka afstöðu til. Síðan held ég bara áfram að koma mér fyrir, taka upp úr köss- unum. Það tekur allt sinn tíma. Ég kom rúminu upp á sunnudaginn og svona því helsta. Hitt verður sjálf- sagt að tínast upp úr kössunum alla vikuna,“ segir tryggvi léttur í bragði. „Ég ætla að kíkja í réttir um helgina, fylgjast með þar og hitta fólk. Síðan ætla ég að reyna að fara um sveitarfélagið og kynna mér alla anga þess á næstunni. Landfræði- lega er Reykhólahreppur mjög stórt sveitarfélag og vegalengdir mikl- ar. Ég ætla að reyna að ferðast um það á næstunni, átta mig á landslag- inu og hitta íbúana, spjalla við þá og heyra hvað brennur þeim í brjósti,“ segir tryggvi Harðarson að end- ingu. kgk tómas Guðbjartsson og Ólaf- ur Már Björnsson hlutu á mánu- daginn fjölmiðlaverðlaun um- hverfis- og auðlindaráðuneytis- ins og Sveinn Runólfsson fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag ís- lenskrar náttúru. Að venju valdi dómnefnd skipuð fagfólki úr fjölmiðlum handhafa fjölmiðla- verðlaunanna en í henni sátu í ár Ragna Sara Jónsdóttir formaður, Jón Kaldal og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Var það niðurstaða dóm- nefndar að veita þeim tóm- asi og Ólafi Má fjölmiðlaverð- launin fyrir myndefni, upp- lýsingar og greinaskrif um ís- lenska náttúru á síðustu tólf mánuðum. Segir í rökstuðningi nefndarinnar að þeir félagar hafi heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljós- myndir og myndskeið og nýtt sér samfélagsmiðla og aðra fjöl- miðla til að koma þessu efni á framfæri. mm Vegna vætutíðar á liðnu sumri gátu vestlenskir bændur víðast hvar ekki hafið slátt eins fljótt og þeir hefðu helst kosið. „Engin teikn á lofti um að hey séu léleg“ - segir Elísabet Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Efnagreiningar ehf. á Hvanneyri Elísabet Axelsdóttir, framkvæmda- stjóri Efnagreiningar ehf. á Hvanneyri. Tryggvi Harðarson, nýráðinn sveitar- stjóri Reykhólahrepps. Starfið leggst vel í nýjan sveitarstjóra Reykhólahrepps Viðurkenningar í tengslum við Dag íslenskrar náttúru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.