Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.09.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 201824 Volgir nýbakaðir kanilsnúðar eru sennilega ein besta freisting sem hægt er að hugsa sér. Það er hægt að njóta þeirra með kaffibolla en þeir eru jafnvel enn betri með ís- kaldri mjólk. Uppskriftin krefst svolítillar fyrirhafnar og tekur nokkuð langan tíma að gera en af- raksturinn er svo sannarlega erfið- isins virði. Snúðarnir: 800 gr hveiti 150 gr sykur 12 gr þurrger 10 gr malaðar kardimommur 10 gr salt 400 gr köld mjólk 1 egg 150 gr mjúkt smjör Fylling: 100 gr púðursykur 50 gr smjör, bráðið 2 msk kanill Annað: Perlusykur til skreytingar Slegið egg til að pensla yfir snúð- ana Aðferð: 1. Hveiti, sykri, þurrgeri, möluð- um kardimommum og salti bland- að saman í hrærivélarskál. 2. egg og mjólk þeytt saman og blandað út í þurrefnablönduna. 3. Deigið hnoðað með deigkrók á miðlungshraða í 15 mínútur. Þá er smjörinu bætt við í litlum skömmt- um á meðan hrærivélin gengur. 4. Þegar allt smjörið er unnið inn í deigið er vel rakt stykki sett yfir deigið og það látið hefast við stofu- hita í um klukkutíma eða þar til það hefur tvöfaldast að umfangi. 5. Blandið saman púðursykri, bráðnuðu smjöri og kanil fyrir fyllinguna. 6. Kýlið loftið úr deiginu og hnoð- ið það í stutta stund. Fletjið út með kökukefli á vel hveitistráðu borði í ferning sem er 45 cm á lengd og 30 cm á breidd. 7. Snúið annarri langhliðinni að ykkur og smyrjið fyllingunni á tvo þriðju af deiginu sem nær ykk- ur er. Brjótið efri þriðjung deigs- ins (sem ekki er með fyllingu) nið- ur að miðju deigsins og svo neðri þriðjunginn yfir hann. Þá ætti að vera kominn ferningur sem er 10 cm á breidd. 8. Fletjið deigið varlega út þannig að breiddin á deiginu verði 20 cm. 9. Deigið flutt á skurðarbretti og skorið í 16 jafnþykkar ræmur. ef brettið er lítið er hægt að skera deigið í tvennt, fletja hlutana út í sitt hvoru lagi og skera hvorn þeirra í 8 ræmur. 10. takið eina ræmuna, snúið upp á hana og haldið um annan end- ann með þumalfingri, vísifingri og löngutöng vinstri handar. takið um hinn endann með hægri hend- inni og snúið deiginu rangsælis í um einn og hálfan hring utan um putta vinstri handar. Opnið miðj- una í deiginu með vísifingri og löngutöng vinstri handar, grípið deigendana með þeim puttum og dragið í gegnum miðjuna. Speglið leiðbeiningarnar ef þið eruð örv- hent. 11. Hnútunum raðað á bökunar- plötu með smjörpappír og rakt stykki lagt yfir. Snúðarnir látnir hefast í um klukkutíma eða þar til þeir hafa tvöfaldast að stærð. 12. Ofninn er forhitaður í 180°C. penslið hnútana vel með slegnu eggi og stráið perlusykri yfir þá. Bakið í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega gullinbrún- ir. penslið þá aftur með slegnu eggi um leið og þeir koma úr ofn- inum til að þeir fái girnilegan hág- lans. klj Kanilsnúðar Freisting vikunnar Réttir hafa víða verið í sveitum landsins að undanförnu og halda áfram því bændur fara gjarnan í aðrar og þriðju leitir til að hreins- mala afrétti og úthaga fyrir vet- urinn. Meðylgjandi myndir voru teknar í Arnarhólsrétt í Helga- fellssveit og Þverárrétt í eyja- og Miklaholtshreppi. mm Það var býsna fallegt féð þegar það kom af afrétti og rekið í Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. iss. Réttað á Snæfellsnesi Horft yfir Arnarhólsrétt. Ljósm. sá. Rag í Helgafellssveit. Ljósm. sá. Á horni Skúlagötu og egilsgötu í Borgarnesi stendur hið sögufræga hús sem löngum hefur verið kallað Gamli sparisjóðurinn. Húsið teikn- aði Guðjón Samúelsson, húsa- meistara ríkisins og í það var starf- semi Sparisjóðs Mýrasýslu flutt árið 1920 þar sem hann var starf- ræktur allt til ársins 1962 að flutt var í nýbyggingu við Borgarbraut 14, þar sem Ráðhúss Borgarbyggð- ar er nú. Húsið við Skúlagötu hef- ur þó æ síðan verið kallað Gamli sparisjóðurinn. Í húsinu búa nú eigendur þess, þau Blængur Alfreðsson og Þórdís Margrét Þorvaldsdóttir. Á undan- förnum árum hefur í áföngum ver- ið unnið að endurgerð þessa nær hundrað ára gamla húss. Í des- ember á síðasta ári kom upp eld- ur í íbúðinni á neðri hæð þess og urðu miklar skemmdir af völdum hita og reyks. Það tjón flýtti endur- gerð íbúðarinnar og jafnframt múr- viðgerðum utan dyra, skipt var um glugga og húsið málað í sína upp- runalegu liti. Það er nú staðarprýði á þessum áberandi stað í gamla miðbæ Borgarness. mm Húsið stendur á horni Egils- götu og Skúlagötu og er sannkölluð staðar- prýði. Gamla sparisjóðshúsið listilega gert upp Blængur og Þórdís framan við húsið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.