Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 20188 Álagningu lögaðila lokið LANDIÐ: Ríkisskattstjóri hef- ur nú lokið álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstr- arársins 2017, sem er mánuði fyrr en á síðasta ári. Álögð gjöld eru samtals 186,8 ma.kr. sem er hækkun um 752 milljónir króna á milli ára, en breytingar einstakra skatttegunda eru bæði til hækk- unar og lækkunar. Stærstu breyt- ingarnar snerta tekjuskatt lög- aðila, sem lækkar um 5,6 ma.kr. og tryggingagjald, sem hækk- ar um 5,9 ma.kr. Gjaldskyld- um félögum fjölgar um 1.522, eða 3,6% milli ára, og eru nú 43.240. Aftur á móti fækkar fé- lögum sem greiða tekjuskatt um 120, eða 0,7% milli ára. „Þrátt fyrir að álagning lögaðila fari nú fram mánuði fyrr en verið hefur, þá voru skil framtala annað árið í röð mjög góð og hafa í raun aldrei verið betri en síðustu tvö árin. Færri sæta því áætlunum en verið hefur. Sá árangur leiðir til færri kæra og endurákvarðana og skapar meiri vissu um að álagn- ingin skili sér í ríkissjóð,“ segir í frétt Ríkisskattstjóra. -mm Erilsöm aðfarar- nótt mánudags VESTURLAND: Aðfararnótt mánudags var erilsöm hjá Lög- reglunni á Vesturlandi. Eins og greint er frá í annarri frétt voru innbrotsþjófar á stolnum bíl handteknir í Borgarnesi. Þegar það gerðist voru lögreglumenn uppteknir með þrjá menn í haldi á lögreglustöðinni í Borgarnesi. Voru þeir stöðvaðir á 132 km/ klst, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Það mál telst upplýst. Á föstudag fauk húsbíll út af á Borgarfjarðrabraut í hvass- viðri, vestan við Grjóteyri. Fjórir voru í bílnum og sluppu þeir allir án meiðsla. Mikil mildi er að ekki fór verr því mun hærra er fram af vegkantinum örlítið ofar á veg- inum. Bílvelta varð í Hvalfirði á fimmtudag. Tveir voru í bílnum þegar ökumaður missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann endaði á hvolfi. Hlutu mennirnir minniháttar meiðsli, skrámur og skurði, en sluppu að öðru leyti ómeiddir. -kgk Setja reglur um sölu rafrettna LANDIÐ: Neytendastofa vinnur nú að útfærslu á gjald- töku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikó- tín og áfyllinga fyrir þær. Gert er ráð fyrir að framleiðendur vörunnar sæki um markaðsleyfi og greiði áskilið gjald, nema í tilvikum þegar smásalar kjósa sjálfir að tilkynna vöru á markað. Í reglugerð ráðherra sem Neyt- endastofa styðst við er kveðið á um fyrirkomulag tilkynninga vegna markaðssetningar þessar- ar vöru, hvaða upplýsingar beri að veita og birtingu þeirra. Sam- kvæmt þeirri útfærslu gjaldtök- unnar sem Neytendastofa vinn- ur að er ekki gert ráð fyrir að tilkynningargjald leggist á smá- sala, nema í þeim tilvikum sem viðkomandi smásali kýs sjálf- ur að tilkynna vöru á markað. Annars verði það framleiðend- ur vörunnar sem sæki um mark- aðsleyfi og greiði áskilið gjald samkvæmt reglugerðinni. -mm Féll af vélarhlíf bifreiðar AKRANES: Tveir piltar gerðu sér það að leik að aka bíl á meðan annar stóð á vélarhlíf hans á Akra- nesi síðastliðinn fimmtudag. End- aði það með ósköpum, því sá sem stóð á vélarhlífinni féll fram af bíln- um þegar hann var kominn á tölu- verða ferð með þeim afleiðingum að hann meiddist alvarlega á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá Lög- reglunni á Vesturlandi er líklegt að pilturinn sé höfuðkúpubrotinn. Vill lögreglan minna á að tilburðir sem þessir geta verið stórhættuleg- ir og leitt til alvarlegra slysa, eins og gerðist á fimmtudag. -kgk Sáttanefnd skipuð vegna sýknudóms LANDIÐ: Forsætisráðherra hef- ur skipað sáttanefnd til að leiða við- ræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og aðstandendur þeirra. Voru þeir sem kunnugt er sýknaðir með dómi Hæstaréttar Ísland 27. september í endurupptökumáli. Kristrún Heim- isdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar sem fulltrúi forsætis- ráðuneytis. Auk hennar sitja í nefnd- inni Bryndís Helgadóttir, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu og Magnús Óskar Hafsteinsson, sér- fræðingur í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Verkefni nefndarinnar er að koma fram fyrir hönd stjórn- valda í viðræðum og sáttaumleitun- um við aðila málsins og aðstandend- ur þeirra. Þá skal nefndin gera til- lögu til forsætisráðherra og ríkis- stjórnar um hugsanlega greiðslu miska- og skaðabóta eða sanngirnis- bóta, eftir atvikum. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 22. - 28. september. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 1.214 kg. Mestur afli: Flugaldan ST: 979 kg í einum róðri. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 4.073 kg. Mestur afli: Þorsteinn SH: 4.073 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 304.213 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 132.462 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 163.472 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 38.533 kg í þremur róðrum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 184.451 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 42.141 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 123.736 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 49.219 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 69.876 kg. 26. september. 2. Steinunn SF - GRU: 66.998 kg. 22. september. 3. Steinunn SF - GRU: 65.464 kg. 26. september. 4. Þórsnes SH - STY: 49.219 kg. 24. september. 5. Helgi SH - GRU: 47.761 kg. 23. september. -kgk Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn miðvikudag tók ráð- ið undir bókun Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi frá haustþingi SSV 21. september síðastliðinn þar sem lýst var vonbrigðum með þér fréttir frá VÍS að loka eigi öll- um starfsstöðvum á Vesturlandi í lok september. Í ályktun SSV sagði m.a: „Þessi ákvörðun er óásættan- leg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrir- tækið.“ Í bókun byggðarráðs segir að ljóst sé að eitt af útibúum VÍS er staðsett í Borgarnesi og á að loka því um næstu mánaðamót. „Byggðarráð ályktar að það sé ljóst að ákveðn- ar breytingar eru óhjákvæmilegar í ljósi hraðra framþróunar á sviði tækni- og samskiptamála. Þó er ljóst að það er ekkert því til fyrir- stöðu að fyrirtæki geti rekið starfs- stöðvar sínar annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu og sinnt sín- um störfum þaðan en í ljósi þess er eðlilegt að horfa einnig til þróunar í byggðamálum. Byggðarráð hvetur fyrirtæki til að sína samstöðu um að standa vörð um störf í sinni heima- byggð og úti á landsbyggðinni og tekur áskorun SSV um að endur- skoða viðskipti við umrætt fyrir- tæki.“ Þá segir í bókuninni að við síðasta útboð um tryggingar fyrir Borgar- byggð áskildi sveitarfélagið sér full- an rétt til að gera það að ákvörð- unarástæðu fyrir því að að tilboði yrði tekið, að það tyggingafélag sem samið verði við hafi opna um- boðsskrifstofu í Borgarbyggð með daglegan opnunartíma virka daga. „Tekið var tilboði frá VÍS eftir framangreint útboð og í ljósi ofan- greinds er um að ræða forsendu- brest þar sem áætlað er að loka útbúi tryggingafélagsins í Borgar- byggð. Því verður þessi samningur tekinn til endurskoðunar af hálfu sveitarfélagsins.“ mm Borgarbyggð mun endurskoða tryggingasamning sinn við VÍS Á mánudaginn í síð- ustu viku kom ný skólanefnd Fjöl- brautaskóla Snæfell- inga saman í fyrsta sinn. Síðasti fundur skólanefndar var 5. desember árið 2016 og hefur skólinn verið án skólanefndar síð- an. Nýja nefndin var skipuð 12. júní í sum- ar en hana skipa Vil- borg Lilja Stefáns- dóttir, Örvar Mar- teinsson og Helga Guðmundsdóttir. Að- almenn samkvæmt tilnefningu Grundar- fjarðar, Snæfellsbæj- ar og Stykkishólms eru Björg Ágústs- dóttir og Hilmar Már Arason. Einnig sátu fundinn Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari, Sól- rún Guðjónsdóttir aðstoðarskóla- meistari, Ragnheiður Ingólfsdótt- ir áheyrnarfulltrúi nemenda, Erna Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi kennara og Guðrún Jóna Jóseps- dóttir fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Nefndin kemur sam- an 4-6 sinnum á vetri og er skóla- meistara til ráðgjafar og hlutverk hennar samkvæmt lögum um fram- haldsskóla er að marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfs- svæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf meðal annars. Skólameistari setti fund og bauð fundarmenn velkomna eftir langt hlé. Á fundinum var samþykkt samhljóða að skipa Björgu Ágústs- dóttur formann skólanefndar á ný en hún var formaður nefndarinnar á síðasta tímabili. Formaður þakk- aði traustið og við tóku hefðbund- in fundarstörf. tfk Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga hittist á ný Húsbíll fauk á hliðina þar sem honum var ekið um Borgarfjarðar- braut á hæðinni vestan við Grjót- eyri síðastliðinn föstudagsmorg- un. Leiðindaveður var á staðnum þegar óhappið varð, eins og reynd- ar víðar í landshlutanum, rigning og töluvert hvassviðri. Fjórir voru í bílnum þegar hann fauk á hliðina en allir sluppu þeir án meiðsla. Að sögn lögreglu aðstoðuðu vegfar- endur, sem áttu leið um, fólkið við að komast úr bílnum. Vildi svo vel til að í einum bílanna á vettvangi voru stigar sem gerðu auðveldara að veita þá aðstoð. kgk Húsbíll fauk á hliðina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.