Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201826 Harbour Hostel er til húsa í næst- elsta steinhúsinu í Stykkishólmi, við Hafnargötu 4. Húsið var upphaf- lega byggt sem íshús og hýsti seinna bókabúð og ritfangaverslun lengst af. Gistiheimilið eiga hjónin Sigríð- ur Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Berg Steinarsson með fjórum systk- inum sem öll eru úr Stykkishólmi. „Það var í raun tilviljun að við keypt- um þetta hús með fleirum. Við sáum möguleika á að koma þarna fyrir gistiheimili og létum verða af því. Að vísu þurfti að gera margvíslegar breytingar á húsinu og það gerðum við með þáverandi meðeigendum okkar,“ segir Sigríður í samtali við Skessuhorn. Hostelið opnaði í byrj- un maí árið 2013 og er því rétt yfir fimm ára gamalt. Afslappað og þægilegt andrúmsloft Sigríður og Skarphéðinn hafa fengist við ýmislegt í gegnum tíðina. Áður en Sigríður kom að rekstri starfaði hún meðal annars í verslun og þar á undan við kennslu. Skarphéðinn hefur verið í ýmsum rekstri tengdum ferðaþjónustu undanfarin ár. „Lengst af önnuðumst við reksturinn saman, við hjónin, en núna er Skarphéðinn kominn í annað starf og hef ég því umsjón með rekstrinum. Við erum hins vegar með frábæra starfsmenn sem hafa reynst okkur mjög vel í daglegum rekstri. Við erum einstak- lega heppin með fólkið okkar,“ seg- ir Sigríður. Á sumrin starfa um fimm manns á hostelinu en á veturna eru það færri. Herbergin sem eru í boði eru tíu talsins og mismunandi að stærð. Hægt er að bóka tveggja, fjögurra, átta manna eða tólf manna herbergi. Alls eru rúmin 46 og er vinsælt fyr- ir hópa sem þekkjast að koma í gist- ingu sem og einstaklinga sem þekkj- ast ekkert, en eru þá á sínu eigin ferðalagi. „Andrúmsloftið á hostel- inu er mjög afslappað og þægilegt. Hér spjalla gestir saman, lesa eða fá sér bjórglas á setustofunni. Í eld- húsinu er oft meira fjör þegar gestir af ýmsum þjóðernum eru að elda og reglulega berst ljúffengur matarilm- ur um húsið,“ segir Sigríður glöð. „Hér hafa gestir kynnst vel, mynd- að sterk vinabönd og í sumum tilvik- um ákveðið að ferðast saman í fram- haldinu. Það var einu sinni sem ástin kviknaði á milli tveggja gesta og þeir yfirgáfu hostelið saman á rósrauðu skýi. Á Harbour Hostel getur allt gerst og enginn dagur er eins.“ Upphaflega byggt sem íshús Dagbjört Höskuldsdóttir er fyrrum eigandi steinhússins við Hafnargötu. Dagbjört er vel kunnug sögu húss- ins og gaf sér tíma með blaðamanni Skessuhorns til að rifja upp sög- una sem byrjaði snemma á 20. öld. „Húsið er sagt byggt 1915,“ byrjar hún frásögn sína. „Hér var félag sem hét Ísfélag Stykkishólms og bygg- ir þetta svokallaða íshús. Þetta voru hús sem voru höfð með miklum og þykkum veggjum sem náðu að ein- angra vel.“ Íshúsið fer síðar í eigu Thors Jensens, sem var athafnamað- ur mikill um Suður- og Vesturland og átti eignir víða. Síðan þá var hús- ið alltaf kallað Íshús Thors Jensens. „Í þá daga fóru menn upp í tjarnir á veturna, hjuggu ísblokkir og fluttu þær inn í þetta íshúsið. Þetta lengdi geymslutíma á kjöti og fiski,“ útskýr- ir Dagbjört. Árið 1936 flytja til Stykkishólms þau Sesselja Konráðsdóttir, sem ráð- in var til bæjarins sem skólastjóri og kennari, og maðurinn hennar Jón Ólafur Eyjólfsson. „Þau hjónin kaupa íshúsið og byggja ofan á það þessa hæð hér og hluta af efri hæð- inni sem var eins og kassi upp úr miðjunni. Þetta var mjög sérstakt og þannig var húsið lengi. Þau sem sagt búa í húsinu og eiga heilmikið af börnum. Þekktastur var líklega Eyj- ólfur Konráð Jónsson heitinn, þing- maður með meiru. Þau ala hér upp sín börn, útbúa síðan verslun akk- úrat þar sem við erum núna,“ segir Dagbjört og lítur yfir rýmið þar sem viðskiptavinir Kaffi Nú, sem einnig er til húsa á hostelinu, drekka kaffið sitt. „Þetta var bóka- og ritfanga- verslun lengst af. Að auki var Jón lag- inn rakari og klippti menn og snyrti þangað til þau hjónin fluttu burtu. Þá tóku Sigurður Jónasson og kona hans, Svava Oddsdóttir, við rekstr- inum. Þau efldu verslunina talsvert, ráku hér hörkuverslun og seldu bæk- ur, leikföng, vefnaðarvöru, fatnað og skó. Ég var eins og húsköttur í búð- inni hjá þeim, alltaf að skoða bæk- ur,“ segir Dagbjört og hlær. Þeg- ar aldurinn var farinn að segja til sín hjá Svövu og Sigurði tók dóttir þeirra, Ingveldur Sigurðardóttir, við rekstrinum ásamt Kristni Gestssyni manni sínum. Dagbjört festi síðan kaup á húsinu og versluninni árið 1995. „Ég og maðurinn minn, Ey- þór Ágústsson, keyptum húsið og breytum því að innan ásamt búðinni. Búðin var skemmtileg. Við að vísu vorum ekki með vefnaðarvörur en það var allt mögulegt selt hjá okkur. Stundum komu meira að segja gaml- ir strákar sem könnuðust vel við sig í húsinu og rifjuðu upp þegar Jón var að klippa þá í gamla daga,“ seg- ir Dagbjört glöð. „Maðurinn minn lést 2011 og ég rak verslunina í hálft annað ár, eftir það treysti ég mér ekki að reka svona stórt hús.“ Þetta hús er næstelsta steinhúsið í Stykkishólmi en Dagbjört segir það ennþá ráðgátu hver hannaði húsið. „Ég hef ekki fengið upp hvort það var arkitekt á bakvið húsið eða ekki. Það er ekki í fasteignaskrám. Ég er búin að spyrja afkomendur fyrri eiganda og fleiri,“ segir Dagbjört. Húsið var mjög nýtískulegt á þeim tíma sem það er reist í mjög sérstök- um kastalastíl. Það hafa alltaf verið skiptar skoðanir á húsinu enda sker það sig heldur betur út innan um öll timburhúsin í bænum. „Gömul hús hafa sögu og það er svo skemmti- legt,“ segir Dagbjört að endingu. „Færri á ferðinni í sumar“ Sigríður segir reksturinn hafa gengið ágætlega í sumar þó svo að hafa orðið vör við örlitla fækkun á gestum frá síðasta sumri en ætla má að mikil væta í sumar hafi áhrif þar. „Það virðast vera aðeins færri á ferðinni í sumar heldur en síð- ustu ár og það virðist vera staðan víða á svæðinu í kring. Aftur á móti eru aðrar árstíðir betri en á síðasta ári. Það er mest af erlendum ferða- mönnum sem bóka gistingu hjá okkur og lítið um Íslendinga. Hér hefur komið fólk af öllum þjóðern- um en gestir frá Suður-Evrópu eru fjölmennari á sumrin. Heilt yfir eru Bandaríkjamenn áberandi og fjöl- mennastir,“ segir Sigríður. Í sumar opnaði kaffihúsið Kaffi Nú í húsinu og hefur gengið vel. „Hugmyndin kviknaði vegna þess að nokkrir af starfsmönnum okkar höfðu áhuga á að reyna fyrir sér með slíkt. Þetta var reynt um tíma í hús- inu en var síðar lokað. Við vildum samt sem áður reyna aftur og það hefur gengið vel,“ segir Sigríður um kaffihúsa reksturinn. Nú fer að líða að enda vertíðar- innar þetta árið og hyggst Sigríður loka hostelinu frá nóvember og fram í febrúar á næsta ári. Þannig hefur því yfirleitt verið háttað og gerir Sig- ríður ráð fyrir að hafa það svipað í ár. glh „Á Harbour Hostel getur allt gerst og enginn dagur er eins“ Sigríður Jóhannesdóttir ræðir reksturinn í einu elsta steinhúsi Stykkishólms. Næstelsta steinhúsið í Stykkishólmi hýsir nú hostel og kaffihús. Sigríður ásamt samstarfsfólki sínu. Ljósm. aðsend. Það sem er nú hugguleg setustofa var einu sinni verslunarrými. Kaffi Nú var sett á laggirnar fyrr í sumar og hefur verið vel tekið. Alls eru 46 rúm á Harbour Hostel. Dagbjört Höskuldsdóttir er fyrrum eigandi hússins og þekkir vel til sögu stein- hússins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.