Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Nú hefur samgönguráð- herra, Sigurður Ingi Jóhanns- son, lagt fram þingsálykt- unartillögu að samgöngu- áætlun fyrir árin 2019-2033. Í henni er að finna stefnu í sam- göngumálum og skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins sem skal ná til alls landsins. Hún kem- ur inn á heildstæða samþættingu um stefnu í samgöngumálum, fjarskiptamálum og byggðamál- um. Í samgönguáætlun má sjá bætt vinnubrögð en í fyrsta skipti er hún í samræmi við væntanleg- ar fjárveitingar og í samræmi við Fjármálaáætlun 2019-2023. Hún er því raunhæf áætlun og því eng- in óraunhæfur óskalisti. Vestursvæðið Á vestursvæðinu er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum á Fróðár- heiði á næsta ári. Stærsta nýfram- kvæmdin verður við gerð 2+1 veg- ar á Kjalarnesi. Þetta er verkefni sem kallað hefur verið eftir og er mjög brýnt þar sem núverandi veg- ur uppfyllir engan veginn örygg- iskröfur eða stendur undir þeirri gífurlegri umferðaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að strax á árinu 2019 verði hafist handa á þessari brýnu framkvæmd. Grunnnet á Vestfjörðum er í forgangi og er í áætluninni tryggt fjármagn í uppbyggingu á vegi um Dynjandisheiði og fjármagn í uppbygging vegar í Gufudalssveit. Það er því vonandi að hreppsnefnd Reykhólahrepps komist sem fyrst að skynsamlegri niðurstöðu sem hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hringvegir Vegakerfið á landinu á að tryggja örugga innviði, öflug sveitarfé- lög og styrkja verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Allt sem lít- ur að byggðamálum horfir fyrst og fremst á samgöngur í víðum skiln- ingi. Þannig verða samfélög og landshlutar sjálfbærir. Hringvegur nr. 1 er aðalstofn- vegur landsins. Út frá honum greinast æðar í allar áttir. Við töl- um um að dreifa ferðamönnum um landið. Allt byggist það á því að grunnþættir samgangna séu tryggðir. En það þarf að skilgreina fleiri hringvegi um landið en hring- veg 1. Hringvegur á Snæfells- nesi, Vestfjörðum, um Vatnsnes- ið, svo dæmi séu tekin. Við þekkj- um Gullna hringinn og Demants- hringveginn á norðausturhorn- inu. Slík skilgreining myndi hjálpa heilstæðari og jafnari uppbygginu ferðamannastaða á landakortinu. Það myndi einnig vera stefnumót- andi fyrir samgönguáætlun. Ekki myndi það einungis koma betur á dreifingu ferðamanna heldur styðja við alla atvinnubyggingu. Öryggi vegfarenda Í samgönguáætlun er áhersla lögð á öryggi. Liður í því er að gera átak við lagningu á bundnu slitlagi þar sem það vantar og fækka einbreið- um brúm á umferðamestu vegum landsins. Einbreiðar brýr eru nú 39 á hringveginum. Samkvæmt áætlun á að fækka þeim um 9. Viðhald vega Miklu skiptir að lögð sé áhersla á viðhald vega jafnhliða nýfram- kvæmdum. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir verulegri aukningu á framlögum til viðhalds vega. Enda uppsöfnuð þörf mikil. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli þeg- ar kemur að öryggi vegfarenda. Í samgönguáætlun 2019-2033 er gert ráð fyrir að auka framlög til viðhalds vega til að sinna og við- halda verðmæti vegakerfisins eins og kemur fram í tillögu til þings- ályktunar. Vegagerð ríkisins fær það verkefni að forgangsraða verkefnum og þá horfa til ástands vegar, hættu sem af honum stafar og umferðarþunga. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er 7. þingmaður Norðvestur- kjördæmis. Pennagrein Samgöngur til framtíðar Lionsklúbbur Akraness fór í sína árlegu haustferð laugardaginn 29. september en að þessu sinni var haldið til Grundarfjarðar. Hóp- urinn heimsótti fiskvinnslu Guð- mundar Runólfssonar hf. þar sem Guðmundur Smári og Runólfur Guðmundssynir tóku á móti hon- um. Þar var farið yfir sögu fyrir- tækisins og svo í skoðunarferð um nýbygginguna. Þá var bærinn skoðaður áður en haldið var heim á leið eftir góðan dag. tfk Árleg haustferð Lionsklúbbs Akraness Lionsklúbbur Akraness ásamt (lengst til hægri) þeim Guðmundi Smára og Runólfi. Út í Brákarey stendur reisulegt og fallegt hús. Hús þetta heitir Gríms- hús. Það var farið að láta á sjá fyrir nokkrum árum og stóð jafnvel til að rífa það. Hópur manna stofnaði fé- lag sem hafði það hlutverk að gera húsið upp og koma því í notkun. Mér skilst að hugmyndin hafi upp- haflega verið sú að hýsa safn um út- gerðarsögu Borgarness auk annarrar starfsemi. Húsið hefur tekið mikl- um stakkaskiptum og er orðin hin mesta prýði. Vonandi er það byrjun á að taka til í Brákarey og sýna þess- ari perlu sem Brákarey og Borgnes- ingum öllum þá virðingu sem eyjan á skilið. Í eynni er mikið af húsum í niðurníðslu, þau þarf að laga og koma í notkun. Eitt er víst að mögu- leikarnir eru óþrjótandi. Það er til dæmið einn möguleikinn að flytja þangað gömul hús úr Borgarnesi til varðveislu. Það er óumdeilt að Grímshús er í eigu sveitarfélagsinns. Sveitafélag- ið ræður að sjálfsögðu á endanum hvað gert verður við húsið. Því ber samt að upplýsa bæjarbúa og sérstak- lega félaga í Grímshúsfélaginu hvað stendur til. Á fundi byggðarráðs Borgar- byggðar þann 2. ágúst 2018 voru lögð fram drög að leigusamningi um að leigja Martins Millers Gin Gríms- húsið til lengri tíma. Bæjarráðið lýsti ánægju sinni með málið. Umræður um leigu Grímshúss- inns voru einnig á stjórnarfundi Grímshússfélagsinns en þann fund sátu sjö manns. Lítið samráð eða kynningar virðast hafa verið við þá fjölmörgu sem greiða félagsgjöld í Grímshúsfélagið. Á fundi byggðarráðs þann 26. september 2018 var mál Grímshúss- ins tekið fyrir og samkvæmt fund- argerðinni sem er löng virðist vera tekið jákvætt í er- indi Martins Mill- ers gin. Það er því ljóst að framtíð húss- ins er hugsanlega að skýrast og þær fyrirætlanir um að húsið myndi hýsa minjar eða minningar um útgerðar- sögu Borgarfjarðar getur vissulega farið saman með aðstöðu áengis- framleiðanda. Eftir stendur spurn- ingin; á að minnast Borgarness fyrir ginframleiðslu eða eitthvað annað? Mín skoðun er sú að ginframleið- andi á ekkert erindi í sögufrægt hús í Borgarnesi. Nær væri að halda áfram uppbyggingu í Brákarey, mynda heildarmynd húsa í eynni sem gætu hýst ýmiss konar starfsemi. Af nógu er að taka. Innan einhverra ára mun eftirspurn eftir því að búa í Borgarnesi aukast. Má þar nefna að verði Sundabraut lögð styttist leiðin til Borgarfjarð- ar. Borgarnes á því að vera viðbúið fólksfjölgun og þarf að vera búið að mynda sér heilstæða stefnu í skipu- lagsmálum og skýra sín. Gamli hlut- inn í Borarnesi er einstaklega falleg- ur og yrði eflaust mikið aðdráttarafl væri tekið hraustlega til hendinni. Jón Pétursson Höf. er áhugamaður um Borgarnes og velferð bæjarins. Pennagrein Eru Borgnesingar ginkeyptir?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.