Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201820 „Ég hef tekið eftir því síðustu tvö til þrjú ár að þeir gestir sem koma hingað eru að leita eftir því að komast út fyrir þessa helstu túr- istastaði. Hingað sækir fólk í ró og næði og það heillar einmitt marga að sjá hversu lítil og fámenn ferða- þjónustan er hjá okkur,“ segir Val- berg Sigfússon ábúandi á Stóra- Vatnshorni í Haukadal í samtali við Skessuhorn. Valberg og Jó- hanna Sigrún Árnadóttir, í dag- legu tali þekkt sem Hanna Sigga, tóku við búinu á Stóra-Vatns- horni af foreldrum hennar árið 2003. Þá hafði þegar verið kom- in upp ferðaþjónusta á bænum þar sem boðið var upp á gistingu og morgunverð í gamla íbúðahúsinu og tveimur smáhýsum. Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu á tveimur litlum húsum til viðbótar. Fullbúin hús Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið á Íslandi undanfarin ár en á Stóra- Vatnshorni er ferðaþjónustan ekki ný af nálinni. Þar hefur verið ferða- þjónusta í nærri þrjá áratugi. „Við finnum alveg hvernig ferðaþjónust- an hefur vaxið, bæði á því hvern- ig starfsumhverfið hefur breyst og svo auðvitað á meiri aðsókn til okkar,“ segir Valberg og bætir því við að erlendir ferðamenn eru um 99% gesta. „Þetta eru helst útlend- ingar að ferðast um landið. Flestir stoppa yfir eina nótt og halda svo ferð sinni áfram. Fljótlega eftir að við tókum við hættum við að bjóða upp á morgunverð og aðrar mál- tíðir. Það gerðum við til að minnka álagið á heimilinu en það virðist alls ekki hafa komið niður á eftirspurn- inni, segir Valberg og Hanna Sigga tekur undir. „Núna leigir fólk bara húsin eins og þau leggja sig og fær þar allt til alls, uppbúin rúm, eldun- araðstöðu, þvottavél og hreinlætis- aðstöðu,“ segir Hanna Sigga. Stefna á að húsin verið tilbúin næsta vor Nýju húsin eru um 35 fermetrar að stærð og stefna þau Valberg og Hanna Sigga á að þau verði full- kláruð fyrir næsta vor. „Þau eru rétt fokheld núna en við höfum vetur- inn til að klára þau,“ segir Valberg og bætir því við að ferðaþjónustan sé alltaf lokuð yfir veturinn. „Við seljum gistingu í gegnum booking. com en erum ekki þar yfir veturinn. Það kemur þó alveg fyrir að fólk hafi samband við okkur og biðji um gistingu og við reynum að verða við því. En við höfum enga þörf fyrir nýju húsin fyrr en næsta vor og þá er stefnan á að þau verði alveg klár.“ Á Stóra-Vatnshorni er einnig sauð- fjárbúskapur og því nóg að gera allt árið auk þess sem Hanna Sigga er kennari við Auðarskóla í Búðardal. Aðspurð hvort þau komist einhvern tímann í frí, brosa þau og svara því játandi. „Fyrst var ekki mikið um það. Mamma og pabbi komu jú iðulega og aðstoðuðu okkur svo við gætum komist frá. En núna erum við alltaf með starfsmann yfir sum- arið og við getum því alveg tekið okkur sumarfrí,“ segir Hanna Sigga og brosir. arg Tvö ný smáhýsi byggð á Stóra-Vatnshorni Hanna Sigga og Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni byggja við ferðaþjón- ustuna á bænum. Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til hafnar í Stykkishólmi síðastliðinn fimmtudag. Nemendum í þriðja bekk í Grunnskólanum í Stykkis- hólmi var boðið um borð í varð- skipið og fengu þeir bæði höfð- inglegar móttökur og leiðsögn hjá sjálfum forstjóra Gæslunnar; Georg Lárussyni. Börnin í þriðja bekk eru um tuttugu talsins. Þau voru að vonum glöð með þetta boð en ljósmyndari Skessuhorns fékk að slást með í för og mynda. Auk þriðju bekkinga fengu börnin í fyrsta bekk grunnskólans að kíkja í smástund um borð í skipið. Á upplýsingasíðu Landhelgis- gæslunnar segir að vissulega hafi önnur skip frá Landhelgisgæsl- unni, eins og minni varðbátar og rannsóknaskipið Baldur, lagst að í Stykkishólmi. Koma Þórs til hafn- ar nú hafi hins vegar verið fyrsta viðkoma sem stærri skip Land- helgisgæslunnar ættu að bryggju þar. Gæslumenn þakka það mæl- ingum, sjókortagerð af svæðinu og almennt öruggari upplýsingum um sjávarföll auk góðs tækja- og véla- búnaður varðskipsins. Allt þetta auðveldi aðsiglingu og stjórntök við tiltölulega þröngar aðstæður. klj/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson Grunnskólabörn í varðskipinu Þór í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.