Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 11 Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Grundarfirði luku nýverið við að pakka gjöfum til Hvíta-Rúss- lands. „Þetta er tíunda árið sem við erum að búa til barnaföt til að senda út. Við vinnum þau mest upp úr eldri fatnaði og efni sem við höfum fengið frá ýmsum stöð- um,“ segir Hildur Sæmundsdótt- ir, fyrrum ljósmóðir og einn sjálf- boðaliðanna í samtali við Skessu- horn. Í samhentu átaki prjóna og sauma konur í Grundarfirði fyrir bágstödd börn í Hvíta-Rússlandi. „Það voru um tuttugu konur sem prjónuðu og saumuðu hér á Grundarfirði. Allt í allt eru send- ir 2000 pakkar frá RKÍ til Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi sem dreifir þeim svo til bágstaddra þar úti,“ segir Hildur. Innihald hvers pakka er eitt teppi, handklæði, stykki sem er notað sem bleyja, ein þykk peysa og önnur þunn, tvær samfellur, eitt par af bux- um, húfa og tvö pör af þykkum sokkum. „Fólk í Hvíta-Rússlandi er ánægt með sendingarnar. Það er mikil fátækt einkum fyrir utan borgirnar,“ segir Hildur. klj Afgreiðslutími á skrifstofu Spalar á Akranesi lengist í október vegna anna sem fylgja uppgjöri félagsins við áskrifendur og móttöku veglykla og afsláttarmiða. Opið verður kl. 8-17:30 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum kl. 8-15. Opið verður líka í hádeginu. Nánari upplýsingar á vefnum spolur.is. Þökkum kærlega fyrir viðskipti og samskipti í 20 ár! Spölur lengir afgreiðslutímann spolur.is SK ES SU H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 8 Bæjarstjórnarfundur 1280. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. • Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 6. október kl. 11:00 • Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn 8. október kl. 20:00 • laugardaginn 6. október kl. 10:30 Sauðamessa var fyrst haldin í Borgarnesi haustið 2004, en þessi árlega hátíð verður eins og kunn- ugt er um næstu helgi. Þessi há- tíð til heiðurs íslensku sauðkind- inni hefur laðað að þúsundir gesta, en talið var að um fjögur þúsund manns hafi sótt hana 2004. Einn er sá dagskrárliður sem haldist hefur óbreyttur alla tíð, en það er læra- kappát. Elduð er jafn þung dilka- læri sem lögð eru fyrir keppendur til áts og afgangurinn síðan vikt- aður. Talið er að met sem var sett var fyrsta árið standi enn óhaggað. Á meðfylgjandi mynd taka fyrstu keppendur á því. Frá vinstri eru Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, Baldur Jónsson, þá- verandi formaður Verkalýðsfélags Borgarness og nú starfsmaður KB, og Guðlaugur Þór Þórðarson ráð- herra, þáverandi þingmaður og borgarfulltrúi en ætíð Borgnes- ingur. Baldur sigraði í keppninni, sporðrenndi rúmum 1100 grömm- um á mettíma, Guðlaugur varð í öðru sæti en öllu óvæntara þótti að Sigurgeir Sindri rak lestina, hesthúsaði einungis rúmum 800 grömmum. Þess má geta að met síðustu ára hafa verið þetta um og yfir hálft kíló af kjöti, þannig að það vel má taka vel á því ef hrófla á við fjórtán ára gömlu meti Baldurs Jónssonar á laugardaginn. mm Met fyrsta ársins stendur enn óhaggað Fjöldi kvenna lagði sitt af mörkum í Grundarfirði. Á myndinni eru í efri f.v. Sævör Þorvarðardóttir, Pauline Haftka og Jónína Kristjánsdóttir. Í neðri röð: Kristín Árnadóttir, Björg Guðmundsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir og Steinunn Hansdóttir. Ljósm. Sverrir Karlsson. Senda fatapakka til Hvíta-Rússlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.