Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.10.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 201816 Neonbleiki liturinn sem einkenn- ir Minningarsjóð Einars Darra hef- ur farið um allt land á örskömm- um tíma. Einar Darri Óskarsson lést í vor átján ára í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit vegna lyfjaeitrun- ar. Minningarsjóðurinn, sem stend- ur fyrir og styrkir þjóðarátak gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna hefur slagorð- ið „Ég á bara eitt líf“ kemur til af mikilli sorg fjölskyldu og vina Ein- ars. Fjölskylda og vinir bera hon- um öll góða sögu, hann var góður námsmaður, umhyggjusamur vin- ur og góður starfskraftur. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hann fannst látinn í rúmi sínu að morgni föstudagsins 25. maí vegna lyfjaeitrunar. Fjölskylda hans hafði enga hugmynd um að Einar hefði verið farinn að misnota lyfseðilsskyld lyf, hvað þá að hann væri farinn að daðra við fíknina. Að- dragandinn að dauða hans var mjög stuttur og skyldi eftir fjölskyldu í sárum og vini í losti. En dauði Ein- ars Darra hefur í för með sér vitund- arvakningu, því fjölskylda hans og vinir hafa starfað ötullega að því að koma á fót þjóðarátaki, sem byrjaði sem minningarsjóður, til að hjálpa ungu fólki í fíknivanda. Tilgangur- inn með sjóðnum er að varpa ljósi á þann allsherjarvanda sem misnotk- un á lyfseðilsskyldum lyfjum er á Ís- landi og byggja upp forvarnir gegn þeim. Mæðgurnar Bára Tómasdótt- ir og Andrea Ýr Arnarsdóttir, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum og vin- um Einars Darra, eru drifkraftur- inn á bak við sjóðinn og þjóðarátak- ið og eru ekki hræddar við að nefna orðið faraldur í tengslum við mis- notkun ungmenna á lyfseðilsskyld- um lyfjum. Tónlistin áhrifavaldur? Andrea og Bára hafa komið sér vel fyrir í sófanum andspænis blaða- manni, með hvolpinn Elínu á gólf- inu og tíkurnar Freyju og Sunnu ekki langt undan. Það er rólegt andrúms- loft og heimilislegt í stofunni sem fyrir ekki svo löngu var þéttsetin vin- um og fjölskyldu Einars Darra Ósk- arssonar. „Það var ákveðið að minn- ingarsjóðinn hérna, í þessari stofu,“ segir Andrea. Þær mæðgur rifja upp sín á milli fyrstu skref minningar- sjóðsins sem upphaflega átti bara að vera styrktarsjóður fyrir útgjöldun- um vegna jarðarfarar Einars. „En svo varð minningarsjóðurinn að styrkt- arsjóði fyrir ungmenni í fíknivanda. Við vissum ekkert hvert við ætluðum að fara með þetta í byrjun.“ Einar Darri var átján ára og átti alla fram- tíðina fyrir sér þegar hann lést. Hann var vinasæll meðal jafningja sinna ekki síður en annarra. Bára móð- ir hans lýsir honum sem umhyggju- sömum og glaðværum dreng, sem þó glímdi við sjúkdómakvíða. „Ég veit ekki hvar það byrjaði. Hann var allt- af ótrúlega fróðleiksfús og gúgglaði alltof mikið, það var svona það eina sem hann var að glíma við hélt ég. En hann var rosalega sterkur félags- lega.“ Einar hafði aldrei verið hrædd- ur við að tala um sjúkdómakvíðann og hafði leitað sér hjálpar. „Einar leitaði sér hjálpar og hitti sálfræðing og var aldrei feiminn að ræða þetta. Hann fékk góða þjónustu hjá geð- hjúkrunarfræðingi á sjúkrahúsinu á Akranesi í gegnum skólann.“ Hvers vegna hann sótti í lyf eins og þau sem leiddu til dauða hans er fjölskyldunni því enn ráðgáta. Þær mæðgur ræða þó sín á milli að kannski hafi tónlistin sem hann var að hlusta á haft einhver áhrif og jafnvel kvíðinn. „Við höfum á tilfinningunni að það sé mjög stórt atriði þessi tónlist sem hann var far- inn að hlusta á, þar sem talað er um að poppa pillur,“ segir Bára og Andr- ea samsinnir því. Góður dagur varð slæmur Sorgin sem fyllti heimilið föstudags- morguninn 25. maí síðastliðinn líð- ur Báru aldrei úr minni. Þennan dag var fjölskyldan á leiðinni í útskrift Anítu, næstelstu dóttur Báru. Hún var að fara að útskrifast úr Mennta- skóla Borgarfjarðar síðar um daginn. „Þannig að ég var ekki í vinnunni,“ segir Bára sem er leikskólastjóri leik- skólans Hraunborgar á Bifröst. „Ég var ein heima með strákana Árna og Einar. Einar er með herbergi hérna niðri,“ segir hún og bendir í átt að herbergi Einars Darra. „Og ég var hérna í eldhúsinu á náttfötunum. Þá kallar vinkona hans Einars í mig og segir að hún geti ekki vakið Ein- ar Darra.“ Það fylgir þung þögn. „Maður gleymir þessu aldrei. Þetta var hræðilegt frá A til Ö,“ segir Bára með áherslu. „Hann var bara eins og hann væri sofandi. Hann lá bara í rúminu. Við fórum strax að reyna að endurlífga hann, en hann tók aldrei við sér eða neitt. Árni litli bróðir var heima líka, litli strákurinn. Hann var vitni að þessu öllu saman,“ segir Bára og þagnar aftur. „Þetta átti að vera svo skemmtilegur dagur.“ Síðasta símtalið var hrós Einar hafði kvöldið áður verið við vinnu á Hótel Glymi í Hvalfirði, þar sem hann starfaði sem þjónn. Bára segir að hann hafi verið hávaxinn og myndarlegur ungur maður sem tekið var eftir, kominn yfir 1,90 m. „Þetta kvöld hrindi hann í mig því einhver maður hafði spurt hann í vinnunni hverra manna hann væri. Hann svar- aði að hann væri sonur Báru í Mela- hverfinu og maðurinn svaraði að þá skyldi hann af hverju hann væri svona huggulegur eða myndarlegur. Og Einar hringir í mömmu sína til að segja henni þetta,“ segir Bára og bætir við að svona minningar séu svo dýrmætar. „Hann var bara svo...“ og Bára hikar áður en hún heldur áfram að koma með sögur og dæmi af því hve Einar Darri var umhyggjusam- ur og ósérhlífinn. Hann hafi verið trúnaðarvinur vinkvenna sinna „og hann var alltaf tilbúinn að hlusta og hann hlustaði,“ segir Bára með mik- illi áherslu. „Hann hlustaði á allt sem allir sögðu.“ Þetta kvöld eftir vinnu á Hótel Glymi átti hann stefnumót við ann- an ungan mann sem seldi honum töflurnar sem leiddu til dauða hans. Einar hengdi upp vinnubolinn sinn á herðatré í þvottahúsinu þegar hann kom heim og þar hangir hann enn. „Ég fæ mig bara ekki til að taka hann niður,“ segir Bára. Einar tók töfl- urnar og vaknaði ekki aftur eftir það. Það er þungt andrúmsloft í stofunni og djúp þögn sem aðeins er rofin af ámátlegu kattarmjálmi sem berst inn um svaladyrnar. Um leið léttist andrúmsloftið. Bára stendur upp og opnar fyrir fjögurra mánaða gamla kettlingnum Lúlla og hleypir hon- um inn. Svo kemur í ljós að hvolp- urinn Elín er búin að pissa á gólfið í þokkabót. „Það er svolítill dýragaður hérna,“ segir Andrea hlæjandi. Ungur maður í blóma lífsins Þegar búið er að sinna dýrunum halda samræðurnar áfram um Einar, sem virkilega átti bjarta framtíð fyr- ir sér. „Hann var búinn að taka ást- fóstri við heimspeki í Fjölbrautaskól- anum á Akranesi. Hann var alltaf að diskútera eitthvað með kennaran- um sínum þar.“ Bára segir að Einar hafi verið með eindæmum fróðleiks- fús og forvitinn. „Ef þú hittir Ein- ar þá mundir þú svolítið eftir hon- um. Hann var svo hávaxinn, ég vissi reyndar ekki þá hvað hann var stór en hann var alltaf aðeins stærri en vinir hans. Ég var alltaf á leiðinni að mæla hann en hann sagði alltaf „Nei, nei, gerum það seinna.“ Það var ekki fyrr en hann var kominn í kistuna og við fundum út að hann gat ekki ver- ið í spariskónum sínum. Við spyrjum hvað kistan sé löng og hún er 197 cm og við segjum „Ha! Var Einar kom- inn yfir 190 cm?“ Já, hann var orðinn 194 cm. Ég vissi ekki hve stórt barn- ið mitt var fyrr en hann var kominn í líkkistuna.“ Samheldin fjölskylda Eftir dauða Einars Darra stóð fjöl- skyldan eftir með ótal spurningar í fullkomnu losti. „Þetta var ömurlega sorgleg, ömurlegt. Maður er búinn að ganga í gegnum hræðilegasta dag lífs síns. Maður getur ekki ímyndað sér nokkuð verra,“ segir Bára. „En það koma hræðilegir dagar enn inn á milli. Við söknum Einars á hverj- um degi og við erum alltaf að tala um hann.“ Bára sefur í rúmi Einars, um- kringd myndum og fötum af honum. Heimilið þeirra stendur opið fyrir vinum Einars sem reglulega koma við til að spjalla við fjölskyldu hans um hann. Á hillu í stofunni er mynd af Einari þar sem alltaf logar kerti. „Ég kyssi myndina af honum á hverju einasta kvöldi áður en ég fer að sofa. Það koma svo hræðilegir dagar inn á milli að ég veit ekki hvernig ég myndi komast í gegnum þá ef ég hefði ekki dætur mínar og fjölskyldur þeirra hjá mér.“ Andrea flutti heim frá Dan- mörku með manni sínum og tveimur börnum eftir andlát Einars Darra og býr nú hjá mömmu sinni. Hún áætl- ar að byggja sér hús í Melahverfinu. Einnig er Aníta systir hennar með fasta búsetu í húsinu. Fjölskyldan er því öll á sama stað á þessum erfiðu tímum. Falið vandamál Fjölskyldan er mjög samheldin. Bára á fjögur börn, Andrea Ýr er elst, Aníta næstelst, svo kemur Einar Darri og Árni er yngstur og verður tíu ára í vetur. Eftir að Einar Darri lést svo skyndilega var fjölskyldan þrumu- lostin. „Við vorum öll í losti, við fjöl- skyldan og vinir hans. Það voru fund- ir hérna eftir að Einar dó. Þá settum við stóla út um alla stofuna og bara ræddum saman. Við fjölskyldan og vinir Einars,“ segir Bára. Þessir fund- ir opnuðu augu Báru og Andreu fyr- „Hann fékk aldrei tækifæri til að misstíga sig“ Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir, móðir og systir Einars Darra, ræða um Einar, minningarsjóðinn og þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“ og vandamálið sem misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum er orðið Einar Darri átti bjarta framtíð fyrir sér. Honum er lýst sem umhyggjusömum, félagslyndum, vinamörgum og bráðskörpum ungum manni. Dauði hans var gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna. Bára, móðir Einars Darra, Andrea systir hans ásamt fleirum standa á bak við þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“. Alltaf logar ljós hjá Einari Darra á hillu í stofunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.