Hlynur - 15.12.1957, Side 2
Ljósmyndarafélag
SIS
L j ósmy ndaraf élagið (svonef n dur
ljósmyndaklúbbur) er nú komið vel af
stað. Það hefir látið útbúa sérstakan
ljósmyndaklefa í kjallara Sambands-
lnissins. Þar eru tæki til framkölluncr,
og stækkunar og sér félagið um nauð-
synlegt efni, bæði framkallara og
fixer. Þá hefir félagið hug á að annast
innkaup á filmum og ljósmyndapappír
fyrir félagsmenn, og annast Kristín
Þór pantanir frá fékgsmönnum á
þessum vörum.
Stjórn félagsins hefir haft samráð
við þá sem vanir eru myndavinnslu
um, að þeir leiðbeini byrjendum eftir
því sem tck eru á. Geta byrjendur
einnig snúið sér til Kristínar Þór, sem
mun útvega þeim leiðbeinanda. Fyrir-
komulag og tækjaútbúnaður er slíkur,
að stjórn félagsins vonast til að menn
geti komizt í ljósmyndaklefcnn með
stuttum fyrirvara. ,
Full ástæða er til að fagna hinni á-
gætu aðstöðu, sem félagið hefir kom-
ið sér upp í samráði við forráðamenn
SIS. Ljósmyndagerð er að verða hér á
landi, sem annars staðar, ein vinsæl-
asta skemmtun fólks. Með góðri að-
stöðu og leiðbeinendum er þess að
vænta, að mikill árangur náist hjá
starfsfólki Sambandsins á þessu sviði.
Fyrir nokkru síðan efndi félagið til
skuggamyndasýningar og var öllum
starfsmönnum heimill aðgangur. Að-
sókn var ágæt og ríkti mikil ánægja
með sýninguna. Þcð var Baldur
Tryggvason, sem sýndi skuggamynd-
irnar og hafði hann tekið þær í sum-
arleyfi sínu. Skýrði hann myndirnar
og lýsti ferðalaginu um leið og tókst
honum hvorutveggja prýðilega.
Þessi sýning, sem þó var aðeins til-
raun, gefur til kynna inn á hvaða
brautir hægt er að fcra með starfsemi
ljósmyndarafélags. Stcrfsemi Ijósmynd-
arafélags getur bæði verið til hinnar
mestu skemmtunar og fræðslu.
Á tuttugu ára afmæli sínu barst
Starfsmannafélagi SIS eftirfarandi
heillaskeyti frá Starfsmannafélagi KEA:
Hlýðið þið kveðju og bæn um blessun
meiri
bræðra og systra norðan af Akureyri.
Lifið þið heil og lífsins gleði njótið
í leik og starfi sanna gleði hljótið.
Vaxi’ ykkur sigrar á sérhverja lund
í sókninni, starfsbræður góðir.
Vaxi’ ykkur ásmegin, vaxi’ ykkar pund,
vaxi ykkar fjármunasjóðir.
Ekki er vitað um höfundinn, en það
er ekki að því að spyrja með Norðlend-
inga. Þeir eru allir menn hagmæltir og
eiga létt með að láta vísur og kvæði
fljúga. Ekki hefir Starfsmannafélag SIS
beðið HLYN fyrir svar- og þakkar-
kvæði, en það skal tekið fram að því
yrði fúslega veitt móttaka.
2 HLYNUR