Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.12.1957, Blaðsíða 13
komið. Jú, ég get sagt þér það, en þú verður að steinþegja yfir því. Hvort ég skal. Jæja, þannig er mál með vexti, að fyr- ir nokkrum árum vorum við Guðni uppi í Hengli og vorum þá með sleðann, sem þú sérð að er ofan á henni Soffíu þarna á myndinni. Sleðann höfðum við smíðað en ekki gefið honum neitt nafn. Nú ber svo til, að í Hengli eru nokkrir skátaskálar, sem allir hafa sinn úti- kamar, og heita þeir allir einhverju nafni. Einn þeirra hét Soffía. Við urð- um hrifnir af nafninu og gáfum sleð- anum ])að. Þetta hefir verið hinn mesti happasleði, og virðist nafnið hafa fært honum ekkert nema allt hið bezta. Þegar við fórum okkar fyrstu ferð á bílnum, var Soffía auðvitað tekin með, og fylgir hún með í öllum okkar ferð- um. Þótti okkur því vel sæma að færa nafnið yfir á bílinn einnig, og varð það af. Henrik Aunio, sem hér var einu sinni auglýsingateiknari, málaði síðan nafnið framan á Soffíu og sómir það sér ágæta vel. Soffía hefir lengi þjónað okkur vel, því sleðinn var búinn að renna með okkur um fjöll og firnindi í tvö ár, áður en bíllinn kom til sögunn- ar. Föðurnafnið fékk hún frá Bjarna í Túni. HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.