Hlynur - 15.12.1957, Qupperneq 14

Hlynur - 15.12.1957, Qupperneq 14
Hvert var nú svo farið í sumar, og hvernig búið þið ykkur út í ferðalögin? Fyrsta ferðin var farin á hvítasunn- unni inn í Landmannaafrétt, það var 3ja daga ferð. I sumar höfum við svo farið að Hvalvatni, Veiðivötnum, Surts- hellir, inn á Kjöl og í Kerlingafjölk inn í Þjórsárver og niður með Þjórsá að norðan, upp með henni að sunnan og síðan Fjallabaksveg niður í Skaftár- tungur. Þetta er hægt að segja í fáum orðum, en það tekur lengri tíma að fara þetta og maður situr ekki alltaf lóð- réttur í stólnum eins og hér. A Fjalla- baksveg eru brekkurnar sumar t. d. svo brattar, að ýmist liggur maður á bak- inu í bílsætinu, eða þá stendur á gólf- inu og spyrnir á móti stýrinu, þegar farið er niður. Aldrei kom neitt fyrir, nei, nei, síður en svo. Það bilaði einu sinni viftureim, en annað var það nú ekki. Utbúnaður, hann var af ýmsu tagi, og bíllinn hefði sannarlega ekki mátt minni vera til þess að innbyrða það allt. Það voru bæði suðuáhöld, tjöld, benzín, matvæli, skólfur og hak- ar, gúmmíbátur, kaðlar, vírar og flug- vallajárn, til þess að skjóta undir hjól- in ef Soffía festist. Þess utan veiði- stangir, rifflar, útvörp, myndavélar og svo var með okkur hitt og þetta fólk, sem þyrsti í ævintýrin eins og okkur. Hvað er þér minnisstæðast úr ferð- unum? Þetta var allt saman hvað öðru skemmtilegra og engin leið að draga þar nokkur mörk á milli. Utsýn af Kerlingafjöllum til Vatnajökuls er t. d. óviðjafnanlegt. Það er líka óvanalegt að liggja í tjöldum upp við Hofsjökul og hlusta á gaggið í tófunum og kvakið í öndunum, þegar svefn sígur á brá. Okkur brá líka talsvert einu sinni, það var liðin vika án þess að við sæjum nokkurn mann, hvítan eður svartan, þá er það einn morguninn að boðið er góðan daginn utan dyra. Þar var þá kominn Sigurjón Rist og tveir aðrir vatnsmælingamenn. Áttum við á eng- um von og urðum við dálítið hlessa. Hvað bíður svo Soffíu nú er vetrar? Hún fær enga hvíld. Við förum upp til fjalla á skíði og auðvitað verður hin upprunalega Soffía þá með. Það er unun að renna sér á henni niður hlíðarnar. Að sumri er áætlað að fara Sprenei- sand og Odáðahraun og koma niður hjá Grímsstöðum á Fjöllum. Munum að öllum líkindum fara niður á Firðina, ef allt gengur að óskum. Eldamennskan, hvernie er með hana? Við höfum eldað í tjaldi, en í vetur er ráSgert aS byggja yfir allan bllinn og innrétta þar sérstakt eldhús. Teikn- 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.