Hlynur - 15.10.1983, Side 48

Hlynur - 15.10.1983, Side 48
Núverandi stjórn: Fremri röS 1. v.: Helga Hilmarsdóttir, Alda Friðriksdóttir og Bára Björnsdóttir. Aftari röð f.v.: Birgir Marin- ósson, Sigurður E. Einarsson, Júlíus Thorarensen og Bjarni Jónsson. Stjórn Sf. Kf. Svalbarðseyrar f.v.: Þröstur Ó. Kolbeins, Eiður Eiðsson og Einar Kristjánsson. Félagar eru 705. Nær allir starfsmenn eru fé- lagar. Helstu vinnustaðir eru: Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri, Plasteinangrun hf. Akureyri og Ylrún, Sauðárkróki. Félagið hefur til umráða sal, með eldhúsi og leiksviði, sem rúmar um 220 manns í sæti, og einnig sal m. a. fyrir leiktæki. Haldnar eru 3 árshátíðir, jólatrésskemmtun og áramótagleði. Einnig skemmtikvöld með ýmsu sniði, leikstarfssemi, kvikmyndasýningar fyrir börn félagsmanna o. fl. Félagsmenn hafa stundað knattspyrnu og tekið þátt í firmakeppni og keppt við SÍS í Reykjavík. Einnig stundaður handbolti og golf. Keppt í golfi við Slippstöðina. Haldin hafa verið félagsmálanámskeið, leiklistarnámskeið, gítarnámskeið, vísnanám- skeið og hnýtinganámskeið. Félagið gefur út Fréttabréf S. V. S. Félagið á tvö orlofshús að Bifröst sem tekin voru í notkun 1976 og 1982, hvort hús er 50m2 að stærð. Starfsmenn fá afslátt af framleiðsluvörum Iðn- aðardeildar. Félagið hefur sinnt málefnum aldraðra með þjónustu á heimilum þeirra og samkomuhaldi. Starfsmannafélag Kf. Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri. Stofnað 18. 3. 1977. Fyrsti formaður: Eiður Eiðsson. Núverandi stjórn: Formaður Eiður Eiðsson, gjaldkeri Einar Kristjánsson, ritari Þröstur Ó. Kolbeins. Öryggistrúnaðarmenn eru Elín Skúladóttir og Þröstur Ó. Kolbeins. Félagar eru 57. Flestir starfsmenn eru félag- ar. Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa og verslun, frystihús, kjötvinnsla, kartöflugeymsla, kartöfluverksmiðja, útibú á Fosshóli, í Vaglaskógi og á lllugastöðum. Aðstaða er fyrir fundi í mötuneyti kaupfélags- ins. Haldin er árshátíð. Einnig spilakvöld. Farið er í ferð á hverju sumri. Félagið hefur tekið þátt í firmakeppni knattspyrnuráðs Akureyrar í knattspyrnu. Félagið á eitt sumarhús í landi Háls í Fnjóskadal tekið í notkun 1978, húsið er 30 m2 að stærð. 48 HL YNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.