Hlynur - 15.10.1983, Side 62

Hlynur - 15.10.1983, Side 62
LITIÐINN HJÁ KVB Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga var stofnað 1. janúar 1980 við sam- einingu Kf. Patreksfjarðar, Kf. Rauðasands og Kf. Arnfirðinga á Bíldudal. Þann 1. janúar í vetur bættist svo Sláturfélagið Örlygur á Gjögrum í hópinn. Kaupfélagið er nú með rekstur á Patreksfirði, Bíldudal, Gjögri og Krossholti á Barðaströnd. Þarna er fjalllendi mik- ið og víða brattir vegir en fólk þraukar í þessari byggð sem er sú vestasta í Evrópu þar sem er Breiðuvík og Látrar. Bjargið mikla er líka á verslunarsvæði Kf. Vestur- Barðstrendinga, þótt íbúar þess fari sennilega sjaldan í kaupstað. Þarna er starfandi þróttmikið starfsmannafélag og er formaður þess Rögnvaldur Bjarnason. Við sóttum hann heim í sumar og hér er árangurinn. Myndir frá Gjögri eru annars staðar í blaðinu og því mið- ur var búið að loka á Krossholti en vonandi getum við birt myndir það- an síðar. Hér er hún Hera Guömundsdóttir við kassann i útibúinu á Bíldudal að afgreiða heimafólk. Ekki vitum við hvort hún er að hía á Ijósmyndarann eða benda á hilluna með grunnvörunni. Og enn erum við á Bíldudal. Þennan hressa „ungling" hittum við þar. Hann heitir Ingólfur Valdimarsson og vinnur hin og þessi tilfallandi störf. Lilja Brét Björnsdóttir var i sumarafleysingum í útibúinu a Bíldudal. Þetta er „okkar maður" á Patreksfirði, það er Rögnvaldur Bjarnason, skrifstofustjóri og jafnframt formaður starfsmanna- félagsins. 62 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.