Skírnir - 01.10.2009, Page 9
SKÍRNIR UPPHAF LANDNÁMS Á ÍSLANDI 6jO AD 263
Guðmundur telur að í þessum niðurstöðum felist hugsanlega
lykillinn að lausn áralangra deilna um túlkun geislakolsaldurs-
greininga og aldur landnáms á Islandi.
Undirtitill greinar hans um rannsóknina er „Lykill að landnámi
Islands“ (Guðmundur Ólafsson 1998). Hann segir þar einnig:
Samt er ekki ágreiningur um að viðarkolssýni, sem er aldursgreint til 750,
sé frá þeim tíma. Ágreiningurinn stendur um hvort það sé jafnframt sönn-
un þess að mannvistirnar sem tengjast viðarkolasýnunum séu einnig frá
750 ... Svo virðist sem of hár aldur geislakolsgreininga á viðarkolum,
miðað við aðrar aldursgreiningaraðferðir, sé einkum bundinn við fyrstu
aldir íslandsbyggðar.
Guðmundur kynnir síðan skýringu sína hvers vegna viðarkol frá
landnámstímanum gefa of háan aldur:
Greinarhöfundur [þ.e. Guðmundur] telur skýringuna felast í því að á
landnámsöld hafi menn verið að brenna gömlum viði. Landnámsmenn
komu að áður óbyggðu landi sem hafði verið viði vaxið um aldaraðir. Þeir
hafi að öllum líkindum byrjað á því að safna feysknum gömlum viði sem
hafði hlaðist upp svo öldum skipti fyrir landnám. Þetta gátu verið leifar
af gömlum trjám sem hafa átt sinn eigin líftíma, e.t.v. 50-100 ár, og síðan
legið áratugum og jafnvel öldum saman, áður en fyrstu landnámsmenn-
irnir komu. Þessar viðarleifar hafa verið kjörinn eldiviður frumbyggja
þegar þeir hófu að safna sprekum á elda sína.
Sé forsendan rétt, að ævagömlu birki hafi verið brennt á fyrstu
áratugum landnáms, skýrir þetta hinn háa aldur viðarkolanna, því
geislakolsgreiningin gefur vaxtartíma birkisins, ekki hvenær því
var brennt (sjá Viðauka).
Kenning Guðmundar fékk traustan stuðning í nýlegri grein,
14C Dating of the Settlement of Iceland, sem fjallar um aldur
byggðar í Reykjavík og niðurstöður nýrra aldursgreininga í forn-
leifarannsókn árið 2001 við Aðalstræti 14-18 (Sveinbjörnsdóttir,
Heinemeier og Guðmundsson 2004). Aldursgreind voru með
AMS-tækni 8 byggkorn og 8 viðarkolskorn. Þetta eru sérlega
traustar mælingar vegna þess hversu mörg sýni voru aldursgreind
og innra samræmi gott. Byggkornin reyndust vera frá um 890 AD,