Skírnir - 01.10.2009, Page 10
264
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
í góðu samræmi við það sem vænta má af hefðbundnu tímatali.
Viðarkolin mældust hinsvegar vera liðlega hundrað árum eldri, frá
um 780 AD. Greinarhöfundar töldu að byggkornin gæfu réttan
aldur mannvistarleifanna og kenning Guðmundar var talin skýra
hinn háa aldur viðarkolanna, þ.e. að eldiviðurinn hafi verið um
100 ára gamalt dautt birkisprek.
Höfundar greinarinnar slá því síðan föstu að nú sé ekki þörf á
neinni tilgátu eins og fram til þessa hafi verið beitt til að skýra
háan aldur margra geislakolssýna, með 1) úthafshrifum, 2) eld-
fjallahrifum, 3) eldra landnámi. Greinin endar með skýrri yfir-
lýsingu: „Við fullyrðum að viðarsýni frá landnámstímanum gefa
einfaldlega ekki réttan tíma mannvistarinnar," og er vísað þar til
tilgátu Guðmundar Ólafssonar.
Prófessor Gunnar Karlsson rekur efni beggja þessara greina í
nýlegri kennslubók sinni, Inngangur að miðöldum, og segir þar að
lokum:
Flóttamaðurinn í Víðgelmi hafði því meiri áhrif á Islandssöguna en flest-
ir aðrir (Gunnar Karlsson 2007: 95).
Höfundar greinanna tveggja telja að komin sé „lausn áralangra
deilna um túlkun geislakolsaldursgreininga og aldur landnáms á
íslandi“. Þetta er ekki rétt, tímatal landnáms hefur í áratug búið
við svikalogn í skjóli framangreindrar skýringar sem stenst ekki.
Kenning Guðmundar um að ævagamalt feyskið birki hafi verið
notað til eldiviðar af fyrstu kynslóð landnámsmanna er röng því
dauðar birkigreinar sem liggja á skógarbotninum rotna, þær verða
óhæfar sem eldiviður eftir nokkur ár, hvað þá eftir 100 til 230 ár.
Eg bar málið undir nokkra kunnáttumenn um skógrækt, svörin
voru á einn veg, birkið rotnar fljótt, og Þröstur Eysteinsson
sviðsstjóri Þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins svaraði:
Það er alveg klárt að sprek endist ekki nema örfá ár í skógarbotni áður en
það fúnar og verður að engu. Fallnir bolir eru orðnir fúnir og ónýtir til
eldiviðar eftir áratug eða minna. Það sem endist lengst eru tré sem drepast
„á fæti“, þ.e. án þess að falla. Greinar brotna af þeim og börkur flagnar af.
Síðan þornar bolurinn og getur staðið tiltölulega lítið fúinn í nokkur ár.
Hann fellur þó þegar hann fúnar niðri við jörð og það tekur ekki marga