Skírnir - 01.10.2009, Page 11
SKÍRNIR UPPHAF LANDNÁMS Á ÍSLANDI 6yO AD 265
áratugi, jafnvel fyrir sverustu tré. Auk þess var tréð líklega mergfúið áður
en það drapst. Ég fylgdist einu sinni með svona vofu í Ásbyrgi og bolur-
inn var fallinn 8 árum eftir að tréð drapst.
Kenning Guðmundar stenst alls ekki, ævagamalt sprek, hæft sem
eldsneyti, er og var ekki til.
En hvernig má þá skýra hinn mikla mun á mældum aldri bein-
anna og viðarkolanna í fylgsninu. Aldur beinanna er trúverðugur,
bæði vegna þess að tekin voru tvö mælisýni sem gáfu nærri sömu
niðurstöðu, og einnig vegna þess að aldurinn er sennilegur. Allt
annað gildir um aldur viðarkolanna, því af framangreindu er ljóst
að útilokað er að flóttamaðurinn hafi getað hirt af skógarbotnin-
um ævagamlar feysknar greinar. Hann hlýtur að hafa höggvið
greinar af birkitrjám og viðarkolin hefðu því átt að gefa nærri
sama aldur og beinin. Viðarkolin mældust hinsvegar 230 árum
eldri, en að baki þessari tölu er aðeins ein mæling á viðarkolunum.
Á þessu er ein, og aðeins ein, möguleg skýring, að mælingin á
birkinu sé röng. Alvarleg skekkja í geislakolsgreiningum kemur
stöku sinnum fyrir, en þegar ein mæling gefur óvænta niðurstöðu,
er ávallt reynt að endurtaka hana þegar nokkuð liggur við. Það var
ekki gert í þessu tilviki.
Til fróðleiks skal því skotið inn hér að bein úr Surtshelli hefur
áður verið aldursgreint. Halldór Laxness (1969) safnaði um miðja
síðustu öld fróðleikum útilegumenn. Árið 1948 fór hann að skoða
fornar mannvistarleifar í Surtshelli, en þar var grjóthleðsla og
hrúga af beinum. Hann hafði með sér þaðan hluta úr lærlegg úr
kú. Á þessum sama tíma var Libby að velta fyrir sér hugmyndinni
um kolefni-14 aðferðina. Kannski var það innsæi skáldsins sem
fékk Halldór til að geyma beinið í 20 ár, en þá var geislakols-
greining komin af bernskuskeiðinu. Fyrir tilstilli Jóns Helgasonar
prófessors fékkst beinið aldursgreint á Kulstof-14 Laboratoriet,
sem var undir stjórn Henriks Tauber. Beinið reyndist vera frá
1020 AD.
En hvað þá með um 100 ára aldursmun byggkornanna og
viðarkolanna úr húsarústunum við Aðalstræti? Byggð var komin
í Reykjavík um 720, eins og rætt er um í 4. kafla. Aldursgreining