Skírnir - 01.10.2009, Page 14
268
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
10. Glaumbœ íSkagafirði (Steinberg og Bolander 2002-2003).
Úr ruslahaug (a) ærbein frá 1030 AD, (b) viðarkol frá 1024
AD og (c) kýrbein frá 1020 AD.
Eg tek hér með aldursgreiningarnar frá Glaumbæ, þótt þær séu frá
síðari tímaskeiði, því þær sýna áreiðanleika mælinganna og stað-
festa að birki gefur sömu niðurstöðu og bein, sem hafa lágan for-
aldur (skýrður í Viðauka).
Hér hafa vandaðar mælingar, flestar á beinum með lágan for-
aldur, sýnt ótvírætt að á tímabilinu 870-900 AD var byggð á níu
stöðum á Islandi, í fjórum héruðum: Mývatnssveit, Skagafirði,
Eyjafjallahreppi og Þjórsárdal. Land hefur trúlega verið numið á
þessum stöðum allnokkru fyrr en aldursgreiningarnar sýna. Eng-
inn frumbýlisbragur hefur verið á búskaparháttunum í Mývatns-
sveit, að bláskelin skuli vera sótt til byggðarlags í að minnsta kosti
60 km fjarlægð.
Að finnast skuli merki um byggð á svo mörgum stöðum á
svipuðum tíma og fyrsti landnámsmaðurinn á að hafa komið til
Islands verður vart túlkað á annan veg en að frásögn Ara fróða af
landnámi sé röng, enda skrifaði Ari frumgerð Islendingabókar um
1120, nærri 250 árum eftir 874. Frásögn Ara byggist á munnmæla-
sögum, sem hafa verið færðar í hrífandi búning.
4. Aldur landnáms í Reykjavík og Vestmannaeyjum
I upphafi þessarar greinar var sagt frá því að um 40 sýni frá
umfangsmiklum fornleifarannsóknum í Reykjavík og Vestmanna-
eyjum á 8. áratug nýliðinnar aldar, nær öll af birki, hafi verið ald-
ursgreind. Mynd 1 sýnir aldur þeirra og nokkurra fleiri sýna frá
Reykjavík sem birtist í Arbók hins íslenska fornleifafélags. Við
vitum nú að þessum mælingum má treysta.
Aldur fornleifanna spannar um fjórar aldir. Til að heildar-
myndin verði ljósari fyrir hinum almenna lesanda sýni ég ekki
óvissuna í mælingunum, þótt það gefi fyllri upplýsingar. Hafa ber
í huga að sýnin voru tekin úr rústum allmargra húsa, sem gera má
ráð fyrir að hafi verið byggð og nýtt á allöngu tímabili og því megi