Skírnir - 01.10.2009, Page 16
270
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
og í Stonehenge á Englandi væru nærri 1000 árum eldri en gert var
ráð fyrir í traustu tímatali sem Stewart Piggott hafði lýst í þekktu
ritverki sem kom út 1953. Svar hans við aldursgreiningunum var
að þær væru „archaeologically inacceptable" (Renfew 1990). Niður-
staðan var hér sem oftast að geislakolsgreiningarnar gáfu réttan
aldur. Kolefni-14 aðferðin er margreynd og það þarf afar sterk rök
til að hafna niðurstöðum hennar, ekki síst þegar viðarkol hafa
verið aldursgreind.
Niðurstöðurnar sem mynd 1 sýnir má túlka á traustari hátt með
tölfræðilegum aðferðum, sem hafa komið fram á síðari árum. Þegar
alþjóðleg C-14 ráðstefna var haldin í Oxford 2005 ræddi ég túlkun
þessara gagna við einn þekktasta sérfræðing á þessu sviði,
Christopher B. Ramsey, sem er prófessor við Háskólann í Oxford
og forstöðumaður AMS aldursgreiningastofunnar þar. í framhald-
inu sendi ég honum grein sem ég hafði skrifað í erlent tímarit um
sama efni og greinin í Skírni 1997 (Páll Theodórsson 1998). Hann
taldi málið áhugavert og benti á að vinna mætti að frekari rann-
sóknum innan formlegs verkefnis þar sem hann gæti mælt sýni
með AMS-tækninni. Ég taldi þetta ekki tímabært þá, en nú kann að
koma að því, eins og vikið er að í lokaorðum þessarar greinar.
5. Upphaf landnáms
Beinum nú athyglinni að áhugaverðasta atriðinu, hvenær hófst
byggð í Reykjavík og Vestmannaeyjum? Fornleifafræðingar grafa
upp rústir af bæjum sem hætt var að nota, sennilega vegna þess að
þeir voru orðnir lélegir vegna aldurs. Viðarkol sem finnast í gólf-
laginu eru sennilega frekar frá síðustu árum nýtingartímans, því
gólfið, og sérstaklega eldstæðið, hafa vafalítið verið hreinsuð reglu-
lega. Alllangur tími hefur þá liðið frá því að bærinn var reistur til
þess tíma að aldursgreindu birkigreinarnar voru lagðar á eld. En
hversu langur, 50 ár, 100 ár?
I grein um torfbæina rekur Hörður Ágústsson (1987) sögu
prestsetranna að Mosfelli í Grímsnesi og Laufási við Eyjafjarðar-
strönd af fornum rituðum heimildum. I tímans rás voru gerðar
ýmsar breytingar á húsunum, en elsti hluti þeirra var nýttur í rúm