Skírnir - 01.10.2009, Page 20
274
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
Aðeins ein ný aðferð? Hér má minna á að geislakolsgreiningar
hrossbeina úr um 100 kumlum, sem eru varðveitt í geymslum, geta
fært okkur mun traustari aldursgreiningar en formgerðar- og
gjóskulagafræðin, eins og vikið verður að í næsta kafla. Rétt er að
benda á að síðari aðferðin segir aðeins til um það hvort mannvist-
arleifar séu eldri eða yngri en tiltekið öskulag. Eitthvað má þó
komast nær aldrinum út frá afstöðu til tveggja gjóskulaga, en þetta
er þó sjaldan reynt. I hinni nýju útgáfu af Kumlum og haugfé er
getið 20 kumla sem hafa fundist og verið rannsökuð eftir 1953. Eg
hef aðeins fundið eitt dæmi um að gjóskulag hafi nýst til að tíma-
setja kuml, en þar voru jarðfræðingar að verki (Guðrún Larsen og
Sigurður Þórarinsson 1983).
Kolefni-14 aðferðarinnar er ekki getið í formála bókarinnar,
ekki með einu orði, þótt hún sé mikilvægasta tól fornleifafræð-
innar til aldursgreininga. Hér má rifja upp að 1974 skrifaði Kristján
Eldjárn, höfundur bókarinnar:
Aldrei hefur fornleifafræðin fengið annað eins tæki í sínar hendur og
þessa dásamlegu uppgötvun, sem gerir kleift að aldursgreina fornar minjar.
(Kristján Eldjárn 1974).
Tímatal landnáms hefur verið í sjálfheldu í hálfan fjórða áratug,
allt frá því að niðurstöðum traustra aldursgreininga var hafnað
með tilvísun til hentigátu sem var sett fram til að raska ekki tíma-
tali Ara fróða, tilgátu sem traustur kolefni-14 sérfræðingur gaf
einkunnina „det rene sludder".
Hvenær hætta íslenskir fræðimenn að verja blint tímatal Ara
fróða, en fara að horfast í augu við eldra landnám og kryfja til
mergjar öll rök í málinu. Þeir sem vilja komast sem næst hinu rétta
um landnám og þróun þess fyrstu öldina verða að gera sér ljóst að
upphaf og endi sögunnar er ekki að finna hjá Ara fróða, heldur
undir yfirborði jarðar. Þar bíður mikil vinna.
Mælingar komandi missera, sem rætt er um í næsta kafla, munu
væntanlega færa okkur ítarlegar og traustar upplýsingar um þróun
byggðar víða á landinu. Hver niðurstaðan verður er óþarfi að
ræða. Nákvæmar mælingar munu verða hlutlaus dómari í því máli
sem ágreiningur hefur staðið um í hálfan fjórða áratug.