Skírnir - 01.10.2009, Side 21
SKÍRNIR
UPPHAF LANDNÁMS Á ÍSLANDI 67O AD
275
8. Nákvæmar geislakolgreiningar við Raunvísindastofnun
Árið 1957 benti Þorbjörn Sigurgeirsson, brautryðjandi í eðlis-
fræðirannsóknum við Háskóla Islands, á nokkur áhugaverð rann-
sóknarverkefni á sviði eðlisfræði sem hann taldi álitlegt að vinna
að við Háskóla Islands er fram liðu stundir og nefndi þar kolefni-
14 aldursgreiningar. Hann hafði kynnt sér málið vel, heimsótt
rannsóknarstofu Williards F. Libby, sem hafði fundið upp að-
ferðina nokkrum árum fyrr, og heimsótt aldursgreiningastofuna í
Kaupmannahöfn, þá fyrstu í Evrópu. Þessi hugmynd varð ekki að
veruleika, verkefnið var of umfangsmikið. En ábendingin gleymd-
ist ekki, hún er nú að verða að veruleika.
Fyrir átta árum var einfalt vökvasindurkerfi hannað og smíðað
við Raunvísindastofnun til að mæla radon, náttúrulega geislavirkt
efni. Þegar radontækið var nærri fullþróað blasti við að það gæti,
með minniháttar breytingum, hentað vel til að mæla kolefni-14.
Eg tók því með dr. Guðjóni I. Guðjónssyni eðlisfræðingi og Karli
Sigurðssyni rennismið, samhliða radonvinnunni, að þróa þetta
kerfi sem kallast ICELS. Þróunarvinnunni er nú lokið og árang-
urinn hefur farið fram úr björtustu vonum. ICELS, sem er sér-
hannað til aldursgreininga, vegur aðeins um 30 kg en hið fjölhæfa
tæki, sem nær allar aldursgreiningastofur nota sem beita vökva-
sindurtækni, vegur um 800 kg og kostar um 25 milljónir króna. í
rannsókn á aldri landnáms er þörf á allri þeirri nákvæmni sem
tækin geta skilað með góðu móti. Hún ræðst fyrst og fremst af því
hve löngum tíma er hægt að verja til að mæla hvert sýni (helst 7 til
14 daga), og er því mjög kostnaðarsamt að ná fyllstu nákvæmni
með 25 milljóna tæki, en er vel viðráðanlegt með tæki Raun-
vísindastofnunar. Þessi aukna nákvæmni er afar mikilvæg í mörg-
um verkefnum. Nákvæmni og stöðugleiki ICELS í geislakolsmæl-
ingum hafa verið könnuð til hlítar og benda mælingarnar til að
óvissan í geislakolsgreiningunum verði til jafnaðar um 15 ár með
14 daga mælitíma, en getur verið meiri eða minni eftir því hvernig
kvörðunarfeill geislakolsgreininganna er á vaxtartíma sýnisins (sjá
Viðauka). Þetta er um helmingi lægri óvissa en fæst hjá góðum
erlendum aldursgreiningastofum.