Skírnir - 01.10.2009, Qupperneq 25
SKÍRNIR UPPHAF LANDNÁMS Á ÍSLANDI 67O AD 279
að leita að sama kolefni-14 styrk á ferli (kvörðunarferli) sem sýnir
geislavirknina í írskri eik, áratug fyrir áratug, sem hefur verið
mæld fyrir síðastliðin tíu þúsund ár. Geislakolsgreiningin gefur
því vaxtartíma birkisins, en ekki hvenær því var brennt.
Areiðanleiki mœlinga og óvissa í niðurstöðum. Hversu vel getum
við treyst mælingunum sem eru sýndar á mynd 1? Það er sam-
dóma álit erlendra sérfræðinga að engar fornleifar henti jafn vel til
geislakolsgreininga og viðarkol, því þar hefur viðurinn, sem oftast
rotnar fljótt, breyst í hreint kolefni í efnafræðilega mjög stöðugu
formi og ummyndast ekki þótt þau liggi árþúsundir í jörðu.
Islenska birkið er í engu frábrugðið hliðstæðum erlendum viðar-
kolssýnum og eru aldursgreiningarnar mjög áreiðanlegar þar sem
foraldur þeirra er jafnan lágur því að eldiviðurinn var oftast birki-
greinar.
Niðurstaða í mælingu kolefni-14 geislavirkni sýna sem eru ald-
ursgreind er ávallt bundin ákveðinni óvissu. Óvissan í aldri ræðst
ekki einungis af mælióvissunni, heldur einnig af lögun kvörðunar-
ferilsins á tímabilinu. Með vökvasindurkerfi Raunvísindastofn-
unar, sem sagt er frá í 8. kafla, verður hálf breidd óvissubilsins að
jafnaði um 15 ár, en 67% líkur eru fyrir því að rétta gildið liggi í
óvissubilinu. Óvissan er stundum minni og stundum meiri, eftir
því hvernig lögun kvörðunarferilsins er í miðgildinu.
Heimildir
Ascough, P.L., Cook, G.T., Church, M.J., Dugmore, A.J., McGovern, T.H., Dun-
bar, E., Einarsson, Á. og Friðriksson, A. 2007. Reservoir and radiocarbon:
14C dating problems in Mývatnssveit, Northern Iceland, Radiocarbon, 49(2),
947-961.
Árný E. Sveinbjörnsdóttir. 1996. Aldursgreiningar með geislakoli. Um landnám á
íslandi (bls. 107-122). Ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir. Reykjavík: Vísinda-
félag íslendinga.
Church, M.J., Dugmore, A.J., Mairs, K.A., Millard, A.R., Cook, G.T., Svein-
bjarnardóttir, G., Ascough, P.A. og Roucoux, K.H. 2007. Charcoal produc-
tion during the Norse and early medieval periods in Eyjafjallahreppur,
Southern Iceland. Radiocarbon, 49(2), 659-672.
Guðmundur Ólafsson. 1998. Fylgsnið í hellinum Víðgelmi. Arbók hins íslenska
fomleifafélags, 125-141.