Skírnir - 01.10.2009, Page 37
SKÍRNIR LÝÐRÆÐI, RÉTTLÆTI OG HAUSTIÐ 2008 291
arafl sem heggur að rótum þess. I stað þess að stofnanir ríkisins
stuðli að samheldni samfélagsins, þá leiða þær til gliðnunar þess.
Slík þróun getur síðan hæglega leitt til þess að eðli ríkisins sem
eðlilegrar umgjarðar um samvinnu borgaranna víki fyrir eðli rík-
isins sem vettvangi valdabaráttu. Lokastig þeirrar þróunar er svo
að ríkið verði tæki valdbeitingar.
Það er í þessu Ijósi sem skilja ber hin fleygu orð John Rawls að
réttlæti sé æðsta dygð stofnana ríkisins. Þessi orð láta ekki ein-
ungis í ljósi þá hugsun að réttlátt ríki sé ævinlega betra en ranglátt
ríki í einhverjum skilningi, heldur að ríki sem ekki er réttlátt skorti
grundvöli Fátækt getur gert líf borgaranna erfitt og komið í veg
fyrir að þeir njóti velferðar, en hún þarf ekki að grafa undan
grundvelli ríkisins (þótt örbirgð geri það oft). Á hinn bóginn
vegur ranglæti beinlínis að grundvelli ríkisins með því að grafa
undan samfélaginu sem samvinnuvettvangi borgaranna, þ.e. með
því að grafa undan ríkinu sem sanngjarnri umgjörð um leit borg-
aranna að hinu góða lífi.13
Þróun íslenska ríkisins frá því að vera sameinandi afl í að verða
sundrandi afl, frá því að vera sanngjörn umgjörð um samvinnu
borgaranna yfir í að vera fyrst og fremst vettvangur valdabaráttu,
hefur á liðnum árum m.a. birst í því að stjórnvaldsaðgerðir ríkis-
valdsins eru réttlættar í krafti valds, þ.e. tilteknar stjórnvalds-
aðgerðir eru réttlættar á þeim forsendum að tilteknir einstakling-
ar, t.d. ráðherrar eða meirihluti þingmanna, hafi ákveðið vald og
að þeir hafi beitt þessu valdi án þess að brjóta lög. Slík réttlæting
lætur í ljósi þá sýn á ríkið að það sé fyrst og fremst vettvangur
valdatafls, og að ríkisvaldið sé, að minnsta kosti öðrum þræði,
tæki valdbeitingar. I þessu birtist einnig sú sýn á lýðræði að það
snúist fyrst og fremst um útdeilingu valds frekar en meðferð valds,
að það varði stofnanir og embætti samfélagsins frekar en mögu-
leika einstaklinganna á að ráða sínum málum sameiginlega og með
13 Þetta orðalag er ættað frá Rawls en hér hefði ég einnig getað vísað til orða
Tómasar af Aquino, sbr. tilvitnun í hann að ofan. Eg skil það svo að spurning-
in um grundvöll ríkisins sem ég set hér fram sé í öllum meginatriðum samhljóða
spurningunni um grundvöll laga hjá Tómasi.