Skírnir - 01.10.2009, Page 39
SKÍRNIR LÝÐRÆÐI, RÉTTLÆTI OG HAUSTIÐ 2008 293
hafa áhrif á framgang mála á Alþingi. Á eiginlegum samræðu-
vettvangi ættu rök að skipta máli, en sú hefð hefur skapast að rök
skipta engu máli; menn hlusta ekki hverjir á aðra og hirða ekki um
að svara gagnrýni, hversu málefnaleg sem hún annars kann að
vera. Ástæðan er sú að Alþingi er fyrst og fremst vettvangur valda-
baráttu þar sem aflsmunir ráða frekar en vitsmunir. Á Alþingi
ræður einfaldur meirihluti aflsmunum og þegar saman fara fram-
kvæmdavald og meirihluti á Alþingi, eins og jafnan hefur verið á
Islandi, þá hefur meirihlutinn freistast til að beita meirihlutavaldi
sínu ótæpilega.15 Vitsmunirnir verða þá að sama skapi hornreka.
Þessir tvennskonar misbrestir í starfi Alþingis haldast raunar í
hendur, því forsendan fyrir því að Alþingi geti verið eiginlegur
löggjafi frekar en afgreiðslustofnun er að Alþingi sé samræðuvett-
vangur — eða rökræðuvettvangur — en ekki einungis karpstaður
þar sem vitsmunir víkja fyrir aflsmunum og meirihluti fer sínu
fram án tillits til þess sem minnihluti hefur að segja.
Löggjafi sem rís undir nafni byggir löggjöf á skynsemi í
þrennskonar skilningi. I fyrsta lagi er löggjöfin skynsamleg í þeim
skilningi að markmið hennar er almannaheill, þ.e. það sem er
skynsamlegt fyrir samfélagið sem heild, í öðru lagi er löggjöfin
skynsamleg í þeim skilningi að vera skynsamleg leið að gefnu
marki, og loks er löggjöfin skynsamleg í þeim skilningi að hún er
niðurstaða rökræðu um hvað sé almannaheill og ólíkar leiðir til að
vinna að henni. Aftur er við hæfi að vísa til Tómasar af Aquino þar
sem hann segir:
... skynsemin hefur hreyfiafl sitt frá viljanum ... Það er vegna þess að
maðurinn vill ná markmiðinu, að skynsemin gefur skipanir sem þjóna
markmiðinu. En til þess að viljinn að baki fyrirskipuninni hafi lagaeðli þá
verður hann að stýrast af einhverri skynsemi. (Tómas af Aquino, 2004:
66, sp. 90,1)
Tómas líkir hér vilja manneskjunnar við vilja löggjafans og bend-
ir á að til þess að boð viljans geti haft lagaeðli, þ.e. geti verið
siðferðilega bindandi, þá verði viljinn að stýrast af einhverri skyn-
15 Skýr dæmi um þetta eru umræður um fjölmiðlafrumvarpið vorið 2004 og frum-
varp um ný vatnalög vorið 2006.