Skírnir - 01.10.2009, Page 41
SKÍRNIR LÝÐRÆÐI, RÉTTLÆTI OG HAUSTIÐ 2008 295
verið grein fyrir því hvað réttnuet frelsisskerðing sé, og slík grein-
argerð hlýtur að kalla á kenningu um hvað réttlæti sé. Svipaða
sögu er að segja um hvað það sé fyrir borgarana að vera jafnir, því
í raun er mismunur borgaranna augljósari en jöfnuður þeirra, sem
aftur þýðir að gera verður grein fyrir því hvað það er í öllum
breytileikanum sem er eða ætti að vera jafnt. Það er af þessari
ástæðu sem hagfræðingurinn og heimspekingurinn Amartya Sen
segir:
Breytileiki meðal fólks er ekki eitthvað sem flækir málin á síðari stigum
(sem má horfa framhjá eða taka „seinna" með í reikninginn); hann er
grundvallarþáttur í áhuga okkar á jöfnuði. (Sen, 1992: xi)
Og vandinn sem af þessu hlýst er þessi:
Ein afleiðing af ,breytileika meðal fólks' er að jöfnuður á einu sviði hefur
í raun tilhneigingu til að leiða til ójafnaðar á öðru sviði. (Sen, 1992: 20)
Krafan um jöfnuð er því krafa um jöfnuð ákveðinna gæða, sem þar
með eru skilgreind sem grundvallargæði. Um ójöfnuð annarra
gæða er þá minna eða ekki skeytt.18 Það sem greinir að ólíkar
kenningar um félagslegt réttlæti — t.d. jafnaðarstefnu og frjáls-
hyggju — er að mismunandi svið mannlegrar tilveru eru gerð að
grundvallarsviði. Munurinn á jafnaðarstefnu og frjálshyggju er því
ekki að önnur stefnan leggi áherslu á jöfnuð en hin á frelsi, því
báðar leggja áherslu bæði á jöfnuð og frelsi. Nær er að lýsa mun-
inum sem svo að jafnaðarstefna leggi áherslu á jöfnuð með tilliti til
efnahags, velferðar, raunhæfra tækifæra, möguleika eða annars í
svipuðum dúr og frelsi sem gerir ráð fyrir sanngjörnum tækifær-
um, en frjálshyggja leggi aftur á móti áherslu á jöfnuð með tilliti
til tiltekinna frelsisréttinda og frelsi sem byggist á eignarrétti og
lausn undan höftum ríkisvaldsins.
Ég hef nú tilgreint fernskonar forsendur sem réttlæti í sam-
félaginu hvílir á: (i) samfélagið er samvinnuvettvangur borgaranna
frá einni kynslóð til annarrar, (ii) ríkisvaldið birtist sem sanngjörn
umgjörð um samfélagið, (iii) litið er á borgarana sem frjálsa jafn-
18 Frekari umfjöllun um hugmyndina um jöfnuð sem forsendu félagslegs réttlæt-
is er að finna í bók minni Náttúra, vald og verðmœti, bls. 120.