Skírnir - 01.10.2009, Page 44
298
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
SKÍRNIR
að réttlátu samfélagi.21 Þessar fimm þjóðfélagsgerðir eru: (i) óheft
markaðshyggja, (ii) kapítalískt velferðarríki, (iii) ríkissósíalismi
með stýrðu hagkerfi, (iv) séreignarlýðræði, og (v) frjálslyndur
(lýðræðislegur) sósíalismi. Rawls færir síðan rök fyrir því að af
þessum fimm þjóðfélagsgerðum standist einungis tvær réttlætis-
prófið, en það eru (iv) séreignarlýðræði og (v) frjálslyndur (lýð-
ræðislegur) sósíalismi.22
Þessar ólíku þjóðfélagsgerðir eru ekki hugsaðar sem greining-
ar á tilteknum þjóðfélögum heldur sem viðmið eða mælikvarðar
sem nota má til að meta ólík þjóðfélög. Sá greinarmunur sem
mestu skiptir fyrir okkur er greinarmunurinn á milli (ii) kapítal-
ísks velferðarríkis og (iv) séreignarlýðræðis. Báðar þessar þjóð-
félagsgerðir gera ráð fyrir því að framleiðslutæki geti verið í einka-
eign, en þær eru samt sem áður ólíkar í veigamiklum atriðum.
... grunnstofnanir í séreignarlýðræði miða að því að dreifa eignarhaldi á
auði og fjármagni, og koma þannig í veg fyrir að fámennur hópur stjórni
hagkerfinu, og óbeint, einnig pólitísku lífi. Ofugt við þetta leyfir kapítal-
ískt velferðarríki að lítill hluti borgaranna sé nær einráður um fram-
leiðslutækin.
I séreignarlýðræði er komist hjá þessu, ekki með því að dreifa tekjum
upp á nýtt til þeirra sem minnst hafa við lok hvers tímabils, ef svo má
segja, heldur með því að tryggja dreift eignarhald á framleiðslutækjum og
mannauði (þ.e. menntun og færni) við upphaf hvers tímabils, í samræmi
við kröfuna um jöfn sanngjörn tækifæri. Ætlunin er ekki einfaldlega að
hjálpa þeim sem verða undir vegna slysa eða ógæfu (þótt það verði að
gera) heldur að gæta þess að allir séu í stöðu til að ráða sínum eigin málum
á viðunandi félagslegum og efnahagslegum jafnræðisgrundvelli. (Rawls,
2001: 139)
Eg geri ráð fyrir að íslenskt samfélag síðustu áratuga fari nær því
að falla undir kapítalískt velferðarríki fremur en séreignarlýðræði.
21 Sjá Justice as Fairness, §§41-49.
22 I greininni „Uppbygging á nýjum grunni" gera Bjarni Benediktsson og Illugi
Gunnarsson einungis ráð fyrir ríkissósíalisma með stýrðu hagkerfi sem valkosti
við kapítalískt velferðarríki. Þetta er vitanlega mjög grunnfærið.