Skírnir - 01.10.2009, Page 45
SKÍRNIR
LÝÐRÆÐI, RÉTTLÆTI OG HAUSTIÐ 2Qo8 299
Þróunin undanfarna áratugi hefur hiklaust verið frá stýrðu hag-
kerfi og ríkisafskiptum yfir í markaðshyggju, en fram að hruni
fjármálakerfisins hafði þróunin einnig verið í átt að stórkostlegri
misskiptingu auðs og eignarhald á framleiðslutækjum hafði safn-
ast á tiltölulega fáar hendur.23 Raunar var það ekki einungis svo að
afskiptaleysi stjórnvalda ýtti undir þessa þróun, heldur beittu
stjórnvöld sér beinlínis fyrir því að auka hana eins og Arnaldur
Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafsson benda á í skýrslunni Heim-
ur hátekjuhópanna:
Um leið og hinn óhefti markaður var að auka ójöfnuð tekna fyrir skatta
verulega, þá beittu stjórnvöld á íslandi sér fyrir því að auka ójöfnuðinn
enn frekar með skattastefnu sinni. Þessi framvinda var um margt einstök
í samfélagi vestrænu þjóðanna. (Arnaldur Sölvi Krisjánsson og Stefán
Ólafsson, 2009: 2)
Auk þess sem misskipting jókst á þessum árum, virðist markaðs-
hyggja sem hugmyndafræði um ólík svið þjóðfélagsins einnig hafa
breiðst út. Páll Skúlason lýsir þessum uppgangi svo:
Þótt markaðshugmyndin eigi sér langa sögu kemur markaðshyggjan sem
skilvirk hugmyndafræði ekki til sögunnar fyrr en á síðustu áratugum 20.
aldar. Ég tel engan ágreining vera um það að eftir 1980 hafi hún ýtt ann-
arri hugmyndafræði til hliðar í hinum vestræna heimi og smám saman
orðið æ áhrifameiri. (Páll Skúlason, 2008: 14)
Um tök markaðshyggjunnar á skólamálum segir Páll m.a.:
23 Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafsson (2009) draga fram sláandi tölur
um þessa þróun. „Tekjuhæstu 615 fjölskyldurnar á Islandi (hæsta 1% fjöl-
skyldna) fengu í sinn hlut 4,2% af heildartekjum fjölskyldna í landinu árið
1993, en árið 2007 var hlutur þeirra af tekjum allra fjölskyldna orðinn 19,8%.
Ríkustu 10% fjölskyldna höfðu aukið hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr
21,8% árið 1993 í 39,4% árið 2007. Hjá hinum 90% fjölskyldnanna minnkaði
tekjuhlutdeildin að sama skapi úr um 78% í rúm 60% á sama tíma.
I samræmi við ofangreint hækkuðu meðaltekjur efstu tekjuhópanna gríðar-
lega mikið. Efsta 1% fjölskyldna var að jafnaði með 1,6 milljónir í fjölskyldu-
tekjur á mánuði 1993 (á föstu verðlagi) en hafði hækkað í 18,2 milljónir á
mánuði 2007 (allar tekjur meðtaldar: atvinnutekjur, lífeyristekjur og fjarmagns-
tekjur). Aukningin hjá þessum hæstu tekjuhópum var margföld aukning meðal-
tekjufólks eða lágtekjufólks á sama tíma.“