Skírnir - 01.10.2009, Page 46
300
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
SKÍRNIR
Sjálfur tók ég eftir því um miðjan áttunda áratuginn hvernig markaðshug-
myndin fór að gegna lykilhlutverki í umræðu um mennta- og skólamál.
Menntakerfið var skyndilega skilið sem markaðskerfi þar sem lögmál
framboðs og eftirspurnar ríkja. Þetta viðhorf ... hefur síðan orðið æ
áhrifameira í umræðu um skólamál. (Páll Skúlason, 2008: 11-12)
Svipaða sögu mætti segja um heilbrigðiskerfið. Þar eiga lögmál
markaðarins einnig að gilda, allt frá hefðbundnum heimilislækn-
ingum og öldrunarþjónustu til sérhæfðra sjúkrahúsaðgerða. Og
þar sem markaðshyggjan hefur ekki náð fótfestu hefur þurft
sérstök rök fyrir því að víkja ætti frá hugmyndafræði hennar,
sönnunarbyrðin virðist m.ö.o. ævinlega hvíla á þeim sem vilja
víkja frá þessari hugmyndafræði en síður á þeim sem vilja halda
henni fram. En þrátt fyrir sívaxandi misskiptingu auðs og sam-
þjöppun eigna og valds, og tilhneigingu til að fella velferðarkerf-
ið, sem og önnur svið þjóðfélagsins, undir hugsunarhátt markaðs-
hyggjunnar, þá náði markaðshyggjan þó ekki þeim hæðum að
vera óheft.
Við getum nú spurt hvort Island, sem kapítalískt velferðarríki,
sé líklegt til að gera félagslegt réttlæti að veruleika, þ.e. að vera ríki
sem einkennist af réttlæti. Rawls svarar þessari spurningu almennt
fyrir kapítalískt velferðarríki á eftirfarandi hátt:
Kapítalískt velferðarríki hafnar ... sanngjörnu gildi pólitískra frelsisrétt-
inda, og þótt slíkt ríki leggi nokkra áherslu á jöfn tækifæri, þá er þeim
aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að gera það að veruleika ekki fylgt
eftir. Það leyfir mjög mikinn ójöfnuð í eignarhaldi á raunverulegum
verðmætum (framleiðslutækjum og náttúrulegum auðlindum) þannig að
stjórn efnahagslífsins og verulegs hluta af pólitísku lífi hvílir í fárra hönd-
um. Og þótt velferðarúrræði kunni að vera býsna rausnarleg og tryggja
þokkalegan lífeyri sem dugir fyrir grunnþörfum ... þá er lögmál um gagn-
kvæmni í samfélaginu til að hafa stjórn á efnahagslegum og félagslegum
ójöfnuði ekki viðurkennt. (Rawls, 2001: 137-138)
Meinið við kapítalískt velferðarríki, jafnvel þótt velferðarkerfið sé
býsna öflugt, er því af þrennum toga: (i) þótt lögð sé áhersla á
frelsisréttindi er lítið eða ekkert gert til að tryggja að þau réttindi
sem fólk hefur formlega hafi það gildi eða vægi sem gera þau sann-