Skírnir - 01.10.2009, Page 49
SKÍRNIR LÝÐRÆÐI, RÉTTLÆTI OG HAUSTIÐ 2008 303
Efnahagslegur auður og pólitísk völd
Annað meinið við hið kapítalíska velferðarríki er það að efnaleg-
ur auður er ávísun á áhrif og völd sem ná langt út fyrir mark-
aðinn, m.a. inn á vettvangi stjórnmálanna. Þetta felur í sér að hinir
ríku hafa forgang í samfélaginu umfram þá sem verr eru settir,
sem síðan þýðir að samfélagið er ekki samvinnuvettvangur borg-
aranna um leitina að hinu góða lífi heldur vettvangur sumra til að
vinna sínum sjónarmiðum brautargengi á kostnað annarra. Það er
einungis þegar við gefum okkur það að samfélagið sé samkeppn-
isvettvangur þar sem sumir vinna en aðrir verða undir (eins og
gerist eðlilega á frjálsum markaði) að ranglæti, sem í raun grefur
undan grundvelli samfélagsins, fær á sig blæ réttlætis. Einungis
með því að leggja lögmál markaðarins til grundvallar gjörvöllu
samfélaginu getur sú mismunun, sem birtist í því að peningaveldi
umbreytist í pólitískt veldi, menningarveldi, eða hverskonar valda-
stöðu yfirleitt, birst sem réttlæti.
Auk þessa má segja að með því gera lögmál markaðarins að
grundvelli samfélagsins er verið að hafa endaskipti á eðlilegri röð
hlutanna; markaðurinn og lögmál hans eiga eðlilega að þjóna sam-
félaginu en ekki öfugt; samfélagið á ekki að þjóna markaðinum.
Markmið mannlífsins er ekki að fá að keppa um efnisleg gæði á
frjálsum markaði heldur að leita hamingjunnar. Jón Kalman Stef-
ánsson orðar þetta svo í áðurnefndri grein:
Líf okkar er í eðli sínu sáraeinfalt; við stefnum að hamingju. Við viljum
eignast skjól í heiminum, viljum elska og vera elskuð, og viljum eignast
heimili, um þetta snýst allt saman, þarna er kjarninn.
Vissulega vill fólk fara ólíkar leiðir í hamingjuleitinni og sumir
vilja leita hamingjunnar á vettvangi markaðarins, en sanngirni
krefst þess að ein tiltekin hugmynd um einstaklingsbundna ham-
ingju — hver sem hún er — má ekki verða forsenda fyrir ham-
ingjuleit allra annarra. Það er af þessum sökum sem Rawls leggur
á það ríka áherslu að forsenda félagslegs réttlætis sé að einstak-
m.a. kaflana „Undir hælum athafnamanna“, „Prútt eða rök og réttlæti“ og
„Lýðræði og virkjanir“ í bók minni Náttúra, vald og verbrruzti.