Skírnir - 01.10.2009, Page 54
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
„og gá þar að orði
/ tilefni af bók Þorsteins Þorsteinssonar
Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar
Skáldið og lesandi hans
Sigfús Daðason var dulur maður. Allt til þess er bókin Ljóðhús
kom út, hafa líklega fæstir lesendur hans vitað að hann átti við
erfið veikindi að stríða fram eftir ævi, að foreldrar hans töluðust
ekki við árum saman, að hann var missæll í einkalífi og starfi, að
fyrir kom að þyngsl sóttu á hann og þjökuðu. Ætli það hafi komið
í veg fyrir að þeir gætu notið Ijóða hans sem vert væri? Eða hver
er hlutur lesenda í sköpun ljóðs; hvert er samband skálds og les-
anda? Slíkar spurningar hljóta að leita á þegar bók Þorsteins er
lesin. Jafnt í formála sem inngangi leggur hann áherslu á að Sigfús
hafi veitt lífi sínu í skáldskapinn og segir meðal annars:
En þegar ljóð Sigfúsar eru skoðuð í heild er niðurstaða mín að sú trúar-
játning hans í skáldskaparefnum sem hann setti fram ungur, að líf og
skáldskapur séu — eða skuli vera — eitt, hafi mótað allan feril hans.1
... návist Sigfúsar fer aldrei á milli mála í skáldskap hans og hann byggir
ljóð sín mikið á eigin reynslu, líklega meira en almennt gerist meðal nú-
tímaskálda, og þetta er reyndar eitt megineinkenni hans sem skálds. Alloft
veldur þetta því að ljóð hans eru nokkuð lokuð og torráðin. (18)
1 Þorsteinn Þorsteinsson, Ljóðhús. Þœttir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar,
Reykjavík 2007: JPV útgáfa, bls. 18. Hér eftir verður vísað til þessarar bókar
með blaðsíðutali einu í meginmáli eða neðanmáls. — Tekið skal fram að í til-
vitnuninni vísar Þorsteinn til ritgerðarinnar „Til varnar skáldskapnum“, sjá
Sigfús Daðason, Ritgerðir og pistlar, Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna,
Reykjavík 2000: Forlagið, bls. 45.
Skímir, 183. ár (haust 2009)