Skírnir - 01.10.2009, Page 59
SKÍRNIR
OG GA ÞAR AÐ ORÐI ...
313
Enda þótt Þorsteinn nefni að bygging ljóðsins sýni að ljóð-
mælanda „Stormsins“ sé ekki eins rótt og hann lætur, minnist
hann ekki á atriði í ljóðinu sem ég held að skipti lesendur miklu.
Hann getur t.d. ekki um samþættingu hins ytra og innra sem verð-
ur í krafti niðurskipunar eininga, líkinga sem hugum lesenda eru
tamar — og ísmeygilegs samtals einfaldra orða;5 víkur með öðrum
orðum ekki að umhverfisþáttum sem byrgja sýn, storminum og
hugboðinu í storminum, eða orðalagi eins og „ég skoða storm-
inn“. Hann ræðir heldur ekki ólíka túlkunarkosti sem óþolið býð-
ur upp á, ekki bara óþolið í setningaskipan sögumanns, heldur í
hreyfingum hans, endurtekningum og hrynjandi máls hans. Eg
hef hlustað á upptendraða lesendur ljóðsins rökræða af alvöru og
ákafa hvort óþolið vitni um fínlega íróníu Sigfúsar eða sé undur-
næm lýsing á þversagnakenndum stundum sem rísa í lífi manna er
mikið gengur þar á; þegar ,fullkomin‘ ró — ef svo má að orði
komast — færist yfir þá í óþoli þeirra, eirðarleysi eða uppnámi. Ég
ætla ekki að orðlengja um túlkanirnar, aðeins benda á að sam-
ræmið milli þess sem ljóðmælandi segir annars vegar og hins vegar
hreyfinga hans, hrynjandi máls hans og fleira, orkar á ímyndunar-
afl lesenda svo að þeir setja sér líðan hans fyrir sjónir og sjá og
skynja ekki allir það sama — eflaust að nokkru af því að reynsla
þeirra og minningar eru ólíkar. Þess vegna þykir mér líka eins víst
að til séu þeir sem hafi að loknum lestri ljóðsins horft angurværir
út um gluggann í áttina að einhverju óþekktu ,,munaðarlaus[u]
hugboð[i]“ sem þá grunaði að kynni að að vera þar „á ferli“.
Nú má enginn skilja orð mín svo að ég ætlist til þess að Þor-
steinn greini allt sem fyrir augu ber í hverju því ljóði sem hann
fjallar um. Ég vil aðeins vekja athygli á að þegar hann gerir jafn-
mikið úr þekkingu sinni á lífi skáldsins og hér — þar með drögum
ljóðs — verður annað að víkja. En dæmið hér á undan má líka hafa
til vitnis um að kveikja ljóðs þarf ekki að segja mikið um það í
endanlegri gerð þess. Eða með öðrum orðum — ljóð getur höfðað
til annarrar eða fjölbreyttari reynslu hjá lesendum en þeirrar sem
5 Nefna má hugarlíkingar eins og að sjá er að vita, átakamiklir atburðir eru
ÓVEÐUR.