Skírnir - 01.10.2009, Síða 61
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
315
Nú kynni einhver lesandi þessara vangaveltna að spyrja: „Tek-
ur þú sjálf þá ekkert mark á orðum Sigfúsar frá sjötta áratugnum,
t.d. orðunum sem Þorsteinn ræðir sérstaklega: „Bein túlkun sannrar
reynslu, það er nútímaskáldskapur ?7 Þá held ég að ég segði
(ef til vill svolítið dræmt): Júú — en málið snýst kannski um hvaða
skilning menn leggja í orðin ,,[b]ein túlkun“. Reynsla skálds er
aldrei annars staðar en í því sjálfu. Það getur aftur á móti reynt að
tjá, eins vel og því er unnt, áhrif hennar á skynjun sína, kenndir og
vitsmuni — það held ég að sé ,,[b]ein túlkun“ — og fellt þau í það
samhengi sem því finnst eiga við. Upplýsingar um kveikju tiltek-
inna ljóða kunna að vera fróðlegar — svo ekki sé talað um hug-
myndir manna um tengsl lífs og ljóða skálda — en niðurstaðan úr
sköpunarferli ljóðs er nákvæmlega sú túlkun reynslunnar sem
skáldið valdi lesendum, og stundum jafnvel nákvæmlega það sem
það vildi sagt hafa, á tilteknu sögulegu andartaki. Menn geta
auðvitað túlkað ljóð eins og þeim sýnist, en þegar líf skáldsins er til
dæmis tekið að vega þyngra í túlkun en endanleg gerð ljóðsins sem
fengist er við, vitnar túlkunin fyrr um sköpunarstarf og áhugamál
túlkandans en skáldið og samtal þess við lesendur.
Ljóðið — Ijóðlistin
I Ljóðhúsum nýtir Þorsteinn Þorsteinsson einkagögn af ýmsu tagi,
meðal annars úr fórum Sigfúsar og seinni konu hans Guðnýjar
Yrar, vísar í samtöl við einstaklinga sem þekktu Sigfús og annað í
þeim dúr. Hann nefnir líka nær allt sem skrifað hefur verið um
verk Sigfúsar og ræðir það í tengslum við einstök ljóð.8 Jafnframt
leggur hann sig sérstaklega fram um að kveða niður ýmsar klisjur
sem hafa verið langlífar í umræðum um skáldskap Sigfúsar og
reyndar í umræðum um nútímaskáldskap yfirleitt; leitast þar með
öðrum þræði við að setja ljóðin sem hann fjallar um í vítt sam-
7 Sigfús Daðason, „Til varnar skáldskapnum", Ritgerðir ogpistlar, bls 45.
8 Til gamans má geta þess að hann vísar þó t.d. ekki í umfjöllun Finns Torfa
Hjörleifssonar og Harðar Bergmann um VII ljóð Handa og orða („Horfnu
þúsundáralönd smánæturinnar") í Ljóðalestur. Kennslubók handa framhalds-
skólum. Reykjavík [1969]: Ríkisútgáfa námsbóka, bls. 114.