Skírnir - 01.10.2009, Side 65
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
319
En djöfullinn á mórauðum buxum
er farinn að berja fótastokkinn
fyrir aftan þig, góði Konráð!
Priklaus, priklaus,
priklaus í Dresden
og bráðum ekkert úrræði annað
en snúa aftur til Hafnar í veikri von
og daufri trú
og gá þar að orði
sem kynni samt að ná
yfir alla veröldina.20
Hvað er vert að nota af tólum bragfræðinnar á erindið — og
reyndar fríljóð yfirleitt? Sumt held ég — en þá í tengslum við ann-
að, t.d. setningagerð og -skipan, orðaval og niðurröðun í ljóðlín-
ur21 svo að ekki sé talað um tóninn í máli ljóðmælanda. Eða hvernig
orkar það þegar prakkaralegur samtalsstíllinn sem erindið hefst á
er skyndilega rofinn með ótengdri endurtekningu á orðinu „prik-
laus“ sem hefur í raun tvær áherslur, misþungar? Finnst ekki ein-
hverjum lesendum sem þeir skynji í þríteknu lýsingarorðinu
hraðann í því hvernig „djöfullinn“ ber „fótastokkinn“? Færast
ekki hreyfingar djöfsa yfir á ,prikleysið‘22 þannig að húmorinn
blandist öðru og lesendur flissi um leið og þeir skynja varnarleysi
og kenndir sem því fylgja? Mig grunar að því kunni að vera þannig
farið, og líka að blandan valdi nokkru um hvernig framhaldið
orkar; frumlags- og sagnarlausa ljóðlínan „og bráðum ekkert úr-
20 Sigfús Daðason, „SuðuryfirMundíafjöll", Og hugleiða steina. Reykjavík 1997:
Forlagið, bls. 38, (leturbr. mín).
21 Donald Wesling hefur þróað aðferð sem hann kallar grammetrics er mætti
kannski útleggja með hálfkæringi sem staffrœði brags. Orðið grammetrics sækir
hann til Peters Wexler sem telur að það sé hagnýtara að setningagreining hald-
ist í hendur við greiningu á niðurskipan í ljóðlínur en að önnur greiningin komi
í kjölfar hinnar, sjá Donald Wesling, The Scissors of Meter. Grammetrics and
Reading, Ann Arbor 1997: University of Michigan Press, bls. 56-57.
22 Þeir sem lesið hafa bréf Konráðs og muna að hann keypti sér krókstaf í
Dresden „til að vera ekki priklaus í Kreischa" — sjá hann kannski fyrir sér til-
búinn að verjast djöflinum, með prikið á lofti, sjá Bréf Konráðs Gíslasonar,
Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar, Reykjavík 1984: Stofnun Árna Magnús-
sonar, bls. 107.