Skírnir - 01.10.2009, Síða 66
320
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
ræði annað“ með hlutlausa merkingu forliðs; jafna hrynjandi
þungrar og léttrar áherslu nema á einum stað og þrjú orð tengd
með einhvers konar ljóðstöfum. Eða nákvæmar orðað: Hið aftur-
létta „úrræði" er eins og lokað inni á milli hversdagslegrar áhersl-
unnar á „ekkert" og „annað“ um leið og Jjóðstafirnir1 eru látnir
vinna gegn setningaáherslunni þannig að merking orðanna ekkert
annað, sláttur þeirra og hljómur þyngjast. Það sem stefnt virðist
að er að miðla angurværð og tilfinningu um hið óumflýjanlega.
Því er fylgt eftir með nákvæmri skipan í ljóðlínur: Samtengingin
„en“ markar upphaf næstu línu — „en snúa aftur til Hafnar“ — og
kallar með andstæðumerkingu sinni á aukna áherslu, hvað sem
öllum forliðum líður. Ljóðlínan er nú styttri en hin fyrri — eins
og til að ítreka merkingu orðsins „bráðum“ — en með sömu ein-
kenni, orðasambandið „aftur til“ rígskorðað á milli „snúa“ og
„Hafnar“ en vegur þó þyngra en ella vegna hljómtengslanna við
línuna á undan. Ofan á allt annað er sögnin ekki í persónuhætti
þannig að skáldið, Konráð og lesendur geta allir mæst í henni.23
En einna listilegast er þó kannski bandstrikið, sem næsta ljóðlína
hefst á „— í veikri von“. Hvað skynja lesendur eða ímynda sér í
þögninni sem það skapar? Og hvaða áhrif hafa forliðirnir, nú í
venjubundinni merkingu þess orðs, þegar ljóðlínurnar snarstyttast
og sláttur þeirra verður aðeins þrjú meginslög, þungt, létt, þungt?
Sennilega væri vert að láta forliðina nánast hverfa í flutningi til að
áherslan liggi öll á nafnorðunum og lýsingarorðunum sem þeim
fylgja; að minnsta kosti þann síðari því að hliðstæðubyggingin,
með samtengingunni „og“, eyðir, ef svo má að orði komast, „í“-
inu í ljóðlínunni „og daufri trú“. Sú lína hefur enga ljóðstafi sér til
styrktar eins og línan „í veikri von“ — þannig að trúin daufa
stendur sem munaðarlaus eftir, ótengd þeim sem hana elur, og
dregur þannig fram líðan hans.
Greining mín á línunum hér á undan byggist aðeins á eigin
skilningi og ímyndunarafli. En auðvitað væri best að greina
23 Mikið hefur verið skrifað um bendivísunarmiðju (deictic center) og viðbrögð
lesenda við því þegar bendivísun er færð til (deictic shifting). Hér skal vísað á
Lesley Jeffries, „The role of style in reader-involvement: Deictic shifting in
contemporary poems“, Journal of Literary Semantics, 37: 1, 2008, bls. 69-85.