Skírnir - 01.10.2009, Page 67
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
321
„Suður yfir Mundíafjöll" í heilu lagi í framhaldi af því að maður
hlustaði á marga ljóðaunnendur lesa ljóðið upphátt. Þá gæti mað-
ur dregið ályktanir af upplestrinum, túlkun margra sem hefðu
ólíka þekkingu og reynslu; það gæti án efa aukið skilning manns á
samtali skálds og lesenda; fjölbreytileika þess, sköpunarmætti og
blæbrigðum.
Samtalið og einkenni þess, ég kem alltaf að því aftur úr ein-
hverri átt.
Meðal þess sem Þorsteinn gerir í bók sinni er að sýna hvernig
ýmsar misgóðar alhæfingar um nútímaskáldskap, t.d. trúin á
„skáldlega yfirburði myndhverfinga“, hafi sennilega valdið nokkru
um „að ýmsir hafi vanmetið ljóð Sigfúsar ... nokkuð og dæmt þau
á hæpnum forsendum" (112). Hann ræðir hugmyndir íslenskra
höfunda, jafnt fræðimanna sem skálda, um einkenni nútímaskáld-
skapar og víkur að erlendum straumum af ýmsu tagi. Þannig gefur
hann lesendum glögga mynd af bókmenntaumræðunni og tísku-
bólum í henni. Við myndina mætti t.d. bæta að gamla trúin á mynd-
hverfingar orkar óvenjuhjákátlega nú eftir að Lakoff og Johnsson,
og aðrir í kjölfar þeirra, hafa leitt að því sannfærandi rök að allir
menn hugsi meira og minna í ,líkingum‘ og það marki mál þeirra,
ekki síst ómeðvitað.
Annað atriði sem Þorsteinn ræðir — með tilvísun til orða
Sigfúsar í „Til varnar skáldskapnum“ — er hvort rétt sé „að ekkert
sé „gagnstæðara nútímaskáldskap en rhetorík““ (215).24 Hann
fjallar um mismunandi merkingu sem menn leggja í orðið retórík;
nefnir að retórísk einkenni — þ.e. mælskubrögð — megi finna í
verkum skálda sem Sigfús hafði mætur á; ræðir erlend skáld sem
andæfðu retórík sem mælsku og spyr hvort andóf gegn henni hafi
ekki verið gegn „lífvana málalengingum í ljóði“ (216), gegn því
sem samræmdist ekki „strangri kröfu um einlœgni“ (216).
Undir þessi orð Þorsteins tek ég en langar til að bæta dálitlu við
ályktanir sem hann dregur seinna af einkennum á ljóðstíl Sigfúsar.
Hann gefur semsé í framhaldinu yfirlit yfir „retórísk stílbrögð í
Höndum og orðum“ (217), ræðir um skemu og trópa mælskufræð-
24 Sjí Sigfús Daðason: Ritgerðir og pistlar, bls 44.