Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ..."
323
Pólitíkin og lífsbaslið
Sigfús Daðason var mjög pólitískur maður. I þá ríflega þrjá áratugi
sem ég þekkti hann var fágætt, hvort sem ég talaði við hann í síma
eða augliti til auglitis, að pólitík væri ekki fyrsta umræðuefni hans,
eða að minnsta kosti eitt af þeim fyrstu, heimsmálin, landsmálin,
borgarmálin — ef ekki bara ástandið í Hnífsdal eða á Kópaskeri.
I Ljóðhúsum skiptir hinn pólitíski áhugi Sigfúsar um svip.
Umfjöllun Þorsteins um XIV ljóð Handa og orða má hafa til marks
um það. Þar leggur hann upp með skiptar skoðanir manna á ljóð-
inu þegar það kom út, svo og spurningar í þessum dúr: „Ber póli-
tíkin skáldskapinn ofurliði? Deilir það [XIV ljóðið] ef til vill því
hlutskipti margrapólitískra ljóða að lifa ekki tíma sinn og tilefni?"
(169, leturbr. mín). Spyrja má hvort sú staðreynd að Þorsteinn
telur að bera þurfi upp slíkar spurningar þegar pólitískt ljóð á í
hlut fremur en önnur, lýsi ekki þeim skilningi að pólitík og ljóðlist
fari verr saman en segjum ást og ljóðlist — þó að nóg sé til af ásta-
vísum sem hafa ekki lifað — og hann geri að minnsta kosti ekki
ráð fyrir, líkt og Sigfús sjálfur, að pólitík gegnsýri líf manna.
Heldur síðar vitnar Þorsteinn í stutta grein sem Sigfús skrifar
eftir Súesdeiluna og innrásina í Ungverjaland, bendir á að tengsl
séu með henni og ljóðinu, og segir:
[...] bálkurinn [er] tilraun Sigfúsar til að fjalla í ljóði um pólitískan veru-
leika eylands er nýtur ,verndar‘ stórveldis. ísland er slíkt eyland en
kvæðið fjallar þó ekki eingöngu, og jafnvel ekki fyrst og fremst, um Is-
land heldur um þá/esíi sem smáríkin eru þrædd á. Festin sú er helsta tákn
kvæðisins, haft um net nýlendna og fylgiríkja stórvelda ... (170)
Að öðrum skrifum Sigfúsar um pólitík víkur Þorsteinn ekki og
heldur ekki ritgerðinni „Veruleika og yfirskini“ sem birtist fáeinum
árum seinna en ljóðið — og tengist efni þess.28 I framhaldinu bein-
ir Þorsteinn sjónum líka fremur að bókmenntasögulegu samhengi
Ijóðsins en víða sögulega samhenginu sem það tekst á við, og hneig-
ist að auki til að greina hina pólitísku hugsun frá tjáningu hennar.
28 Sigfús Daðason, „Veruleiki og yfirskin l-2“, Tímarit Máls og menningar, 24: 1
og 2, bls. 12-26 og 99-112.