Skírnir - 01.10.2009, Page 70
324
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Af því að XIV ljóðið er „langt Ijóð og pólitískt ljóð“ (170)
fjallar hann t.d. í alllöngu máli um afstöðu manna til slíkra ljóða í
nútímaskáldskap, jafnframt því sem hann bendir á hliðstæður við
ljóð Sigfúsar í verkum íslenskra skálda og erlendra. Hann nefnir
verk Brechts og Neruda sem hliðstæður en segir: „... þó að hinn
pólitíski skyldleiki við Brecht og Neruda sé nokkuð augljós sækir
skáldskaparaðferðin að mínum dómi einna mest til Eliots [...]“
(173, leturbr. mín) og leitast við að styðja þá fullyrðingu rökum;
telur m.a. „nokkur helstu einkenni kvæðisins sem kv<eðis“ (173).29
Þegar að því kemur að Þorsteinn hverfur frá hliðstæðum XIV
ljóðsins og þeim sem hann telur Sigfús sækja til, nefnir hann —
eftir að hann hefur drepið á mælsku, byggingu Ijóðsins, mismun-
andi tón o.fl. — að gamla gríska skáldið sem ljóðmælandi minnist
á sé Kazantzakis og hann hafi Sigfús lesið 1958. í kjölfarið tengir
Þorsteinn frelsisstríð Krítverja textanum; annars kemur hann
oftast með stuttar athugasemdir eins og: „Fimmti hluti kvæðisins
fjallar um „samúð heimsins“, um viðbrögð umheimsins ef til þess
kæmi að smáríkið krefðist sjálfstæðis sér til handa“ (177) og birt-
ir brot úr ljóðinu í kjölfarið án þess að gera því frekari skil.
Áherslurnar sem Þorsteinn velur í skrifum sínum um ljóðið, og
svo hitt að hann sækist ekki sérstaklega eftir að glöggva sig á sam-
henginu milli þess sem sagt er og hvernig það er sagt, verða stund-
um til þess að manni finnst sem hann sneiði beinlínis hjá að ræða
lykilatriði. Niðurstöðukafli hans um ljóðið hefst t.d. svo:
Til að gera skil þeim pólitíska veruleika smáríkja, sem er viðfangsefni
kvæðisins, skirrist skáldið hvergi við að nota viðeigandi hugtök — bæði í
beinni merkingu og írónískri — meðal annars þessi: siðgæði, frelsi, rétt-
læti, samúð; blekking, svívirða, hálfvelgja, spilling; siðlausir, guðlausir,
kúgarar, níðingar. Sumum finnst víst að slík orð eigi ekki heima í ljóði.
Það er þröng fagurfræði og vandséð á hvaða forsendum bæri að
samþykkja slíkan tepruskap. (178, leturbr. mín)
Orðin sem Þorsteinn telur upp eru harla merkileg og fróðlegt væri
að vita hverjir „sumir“ eru sem þola ekki í ljóðum orð eins og
29 Þorsteinn sér mjög víða í bókinni mark Eliots á ljóðum Sigfúsar, að mínu viti
oftar en efni standa til.