Skírnir - 01.10.2009, Page 71
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
325
blekking, réttlæti, samúð og frelsi. En meira um vert er að athuga-
semd Þorsteins á við ljóð þar sem m.a. er leitast við að afhjúpa
ósamrœmið í orðum heimsveldanna og gerðum, t.d. „Þegar vér
leggjum ástfólgna vini vora ífjötra“f° og þar sem einnig er reynt
að draga fram muninn á veruleikanum og ýmsum viðteknum hug-
myndum og umsögnum um hann, t.d. „Þá og þar ... / verður hið
illa raunverulegt / og ekki bæði gott og illt./ Og eldurinn sem á
sjálfum brennur er eldur".31 En að þeim atriðum hefur Þorsteinn
ekki vikið og því spyr maður sjálfan sig: Er óttalaust skáld,
„viðeigandi hugtök“, og hugsanlegur „tepruskapur“ lesenda and,-
spænis stökum orðum kjarni málsins í þessu samhengi? Skiptir ekki
meiru að ljóðið flettir ofan af vanahugsun lesenda og pólitískri
orðræðu valdhafa; reynir meðal annars að sýna hvernig menning
og pólitík marka hugsanir manna?
XIV ljóð Handa og orða er eitt af mörgu — t.d. ritgerðum,
löngum og stuttum, ekki síður en skáldskap — sem menn sömdu
um og eftir miðja síðustu öld þegar þeir stóðu frammi fyrir nýrri
heimsmynd í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari; breyttri stöðu
gömlu nýlenduveldanna, og nýjum valdablokkum með Varsjár-
bandalagið og Nató grá fyrir járnum. Þorsteinn vísar til þeirrar
skoðunar Aristótelesar að skáldskapurinn tjái „fremur hið al-
menna en einstaka“32, lítur svo á að þau orð eigi við XIV ljóðið og
segir:
Kvæði Sigfúsar er ekki beinlínis um atburði sem voru að gerast á Islandi
[...] en Island er ,þrætt á eina festi' með stöðum þar sem slíkt hafði gerst.
Það er ort af heimspekilegum sjónarhóli og sú yfirsýn veldur því að það
hefur ekki úrelst eins og sum pólitísk kvæði sem eru bundin einstöku til-
efni og lifa það ekki.“ (178-179)
Mér þykir áherslan á hinn ,,heimspekileg[a] sjónarhól[...]“ og „hið
almenna" eiga illa við í þessu samhengi. Heimspeki snýst um póli-
tík ekki síður en annað og í ljóðinu er staða Islands í alþjóðasam-
30 Sigfús Daðason, Hendur og orð, bls. 43 (leturbr. mín).
31 Sigfús Daðason, Hendur og orð, bls. 40.
32 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, Þýð. Kristján Árnason, Reykjavík 1976:
Hið íslenzka bókmenntafélag, bls. 59.