Skírnir - 01.10.2009, Síða 74
328
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
reyndar áþekkar aðferðir og fyrr hafa verið raktar, setur einka-
sviðið í forgrunn, drepur á önnur atriði er máli kunna að skipta og
kemur svo með athugasemdir í líkingu við orðin í tilvitnuninni hér
á undan „Kvæðið er vitaskuld almenns eðlis
Þar eð Þorsteini kemur á óvart að bjartsýnisljóðin eru flest ort
á sjöunda áratugnum setur hann meðal annars fram skýringar á
hvers vegna Sigfús hafi ort þau. Þar styður hann það álit sitt rök-
um, að lífsskoðun Sigfúsar hafi gjörbreyst á þessu skeiði, að trú
hans á „möguleika mannsins til að búa sér skynsamlegt og réttlátt
samfélag" (251) hafi beðið hnekki. Þorsteinn drepur á ýmsar ástæð-
ur, t.d. „heimssögulegar" (251), en langfyrirferðarmesta skýring
hans á breytingunni eru „persónulegar aðstæður“ (251) skáldsins.35
Áður hefur hann þó lesið tvo einstaklinga að svofelldri lýsingu
fjórða bjartsýnisljóðsins sem hann telur ,,kjarn[a] bálksins" (242)
um bjartsýnina:
Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru vorkunnar verðir,
og þó afglapar séu fá þeir sjálfir að súpa seyðið af óvizku sinni;
blindan stoðar þá aðeins um sinn,
árátta sjálfsblekkingarinnar býr þeim
eyðilegan næturstað.
Því að ótíðindin skella á þeim að lokum, ótíðindin
sem endanleg niðurstaða: slys og ósigur,
svívirðan, auðmýkingin og hneykslið mikla.36
Þessi erindi tengir Þorsteinn ,,uppgjör[inu] við Sovétríkin“ (243)
og umræðu Halldórs Laxness um trúgirni sósíalista í Skáldatíma;
segir „ekki fráleitt að telja Halldór til bjartsýnisafglapanna sem
kvæðið greinir frá“ (243) en lýsingar þess eigi þó enn betur við
Kristin E. Andrésson — sem Sigfús hafi metið mikils — og bætir
m.a. við:
35 Vert er að nefna að vilji menn leita skýringa á tilurð bjartsýnisljóðanna skiptir
nokkru að þeir viti nákvæmlega hvenær þau eru ort; hvort þau urðu t.d. til eftir
að Sigfús lét af pólitískum skrifum sínum 1968 (sbr. bls. 330 hér á eftir) eða
fyrr. Ef marka má Ljóðhús, virðist hins vegar ekki fullljóst hvenær fjórða
bjartsýnisljóðið er ort og fyrstu þrjú telur Þorsteinn samin fyrir 1967 (237).
36 Sigfús Daðason, „Síðustu bjartsýnisljóð", Utlínur bakvið minnið, bls. 22-23.