Skírnir - 01.10.2009, Page 75
SKÍRNIR
OG GÁ í>AR AÐ ORÐI ...
329
[...] það er trúa mín, og raunar vissa, að samstarf þeirra [Sigfúsar og
Kristins] hjá Máli og menningu hafi oft verið Sigfúsi erfitt og að í
bjartsýnisljóðunum komi fram betur en annarstaðar hve ólíkirþeir voru í
raun bæði að skapferli og í skoðunum. (243, leturbr. mín)
Fróðlegt er að velta fyrir sér hvaða samfélagsskilningur felst í því
að stilla Halldóri Laxness og Kristni E., nóbelsskáldinu og ,rauða
páfanum' í íslenskum bókmenntum upp sem helstu fulltrúum
bjartsýnisafglapanna í ljóði Sigfúsar — ekki síst í ljósi þess sem á
eftir fer.
í umfjölluninni um hvernig bjartsýnisljóðin urðu til segir
Þorsteinn fyrst að hann telji að Sigfúsi hafi „blöskrað sú ríka til-
hneiging margra að halda í þá trú að Sovétríkin væru á réttri
braut" (251); hann getur þess og að Sigfús hafi örugglega tekið
nærri sér að sigurhorfur kapítalismans en ekki sósíalismans fóru
vaxandi, en setur þó á oddinn að af Ijóðunum lýsi vanlíðan hans á
vinnustaðnum Máli og menningu. Þorsteinn segir það ætlan sína
„að fjórða bjartsýnisljóð, sem er ,pólitískasta‘ Ijóðið í flokknum,
eigi upptök sín í pólitískum ágreiningi við Kristin E. ... og feli í
sér afdráttarlausa höfnun á ,bjartsýni‘ hans og sovéttrú“. Hann
víkur til að mynda að ,,[h]ugmyndaleg[u] forræði“ (253) Kristins
innan Máls og menningar og skrifum hans um bókmenntir og
menningarmál — sem komu ekki heim og saman við skoðanir
Sigfúsar — og tekur dæmi úr „Islenzkri ljóðagerð 1966“ sem hon-
um þykir varpa „Ijósi á baksvið bjartsýnisljóðanna“ (253). Dæmið
sýnir m.a. að Kristinn trúir á að tuttugasta öldin einkennist af
breytingu frá kapítalisma til sósíalisma og að hann telur að þeir sem
ekki sjá þróunina í því ljósi „verði blindir á ... hvernig ljóð skuli
yrkja“ og finni varla „hjá sér hvöt til að breyta veruleikanum“.37
Síðast en ekki síst lýsir Þorsteinn þeirri skoðun sinni að ágrein-
ingur Sigfúsar við Kristin „og annar sambúðarvandi hjá Máli og
menningu“ (252) skýri hvers vegna Sigfús dró eins lengi og raun
ber vitni að birta bjartsýnisljóðin og önnur frá svipuðu skeiði og
segir:
37 Kristinn E. Andrésson, „íslenzk ljóðagerð 1966“, Um íslenzkar bókmenntir,
Ritgerðir II, Sigfús Daðason bjó til prentunar, Reykjavík 1979, bls. 236.