Skírnir - 01.10.2009, Side 76
330
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hér væri þá komið íslenskt dæmi um það sem kallað hefur verið ,innri
útlegð', fyrirbæri sem var að vísu algengt með andófsskáldum í alrœðis-
ríkjum, en átti sér ekki aðrar hliðstteður hér á landi svo að mér sé kunn-
ugt. Af bjartsýnisljóðunum virðast einkum tvö ljóð, það þriðja [...] og
fjórða [...], endurspegla þennan sambúðarvanda og þá sjálfheldu sem
Sigfús var í, hin síður eða ekki. (252, leturbr. mín)
Þessari ályktun fylgir Þorsteinn eftir með því að upplýsa, að grein
Sigfúsar um innrásina í Prag sumarið 1968 var aldrei birt en í stað
hennar kom grein Kristins um stúdentahreyfinguna.
Ég þykist vita ekki síður en Þorsteinn að samskipti Sigfúsar við
Kristin hafi ekki alltaf verið létt og að hann reiddist mjög þegar
grein hans um Tékkóslóvakíu var ekki birt; ég dreg heldur ekki í
efa að einn angi þeirrar afglapalegu bjartsýni, sem Sigfús lýsir í
ljóðum sínum, tengist trúnni á fyrirheitna landið í austri, og þar
með ekki bara trú Halldórs og Kristins heldur t.d. kærs vinar
Sigfúsar, Þórbergs Þórðarsonar. Mér þykir hins vegar sem Þor-
steinn taki ekki nægilegt mið af pólitískum viðhorfum Sigfúsar
Daðasonar við útleggingu ljóðanna, einfaldi mjög skipti hans við
gömlu mennina hjá Máli og menningu — og þó umfram allt
annað: dragi upp mynd af Sigfúsi sjálfum sem spyrja megi hvort sé
manninum/skáldinu samboðin.
Og nú verður af svo mörgu að taka að ég veit varla hvar á að
byrja, kannski bara á „innri útlegð". Þegar ég sá þessi orð fyrst í
Ljóðhúsum líkuðu mér þau vel. Það var í útleggingu Þorsteins á
fimmta ljóði Handa og orða — þar sem hann er reyndar í sam-
ræðu við brot úr gamalli ritgerð eftir sjálfa mig38 — enda sýndist
mér hann nota orðin „innri útlegð" í hversdagslegri sálfræðilegri
merkingu, þ.e. um einangrunarkennd norðlenska folans sem ljóð-
ið segir frá.
En þegar Þorsteinn grípur til orðanna aftur í umræðum um
bjartsýnisljóðin og líkir stöðu Sigfúsar beinlínis við stöðu „and-
ófsskálda í alræðisríkjum“ er annað uppi á teningnum — og held-
38 Þarna er um að ræða skólaritgerð frá 1981 sem ég birti brot úr í Yrkju, Afmælis-
riti til Vigdísar Finnbogadóttur, 15. apríl 1990, Reykjavík 1990: Iðunn, bls.
26-36.