Skírnir - 01.10.2009, Page 77
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ..."
331
ur langt seilst. Mál og menning var ekki alræðisríki heldur fyrir-
tæki. Kristinn E. óð án efa stundum yfir Sigfús en hann hafði ekki
meiri ömun á honum en það að hann valdi hann eftirmann sinn —
meðan ýmsir þeirra sem hæst töluðu um „forræðishyggju“ tóku
þátt í að koma Sigfúsi frá Máli og menningu. Þegar Þorsteinn líkir
Sigfúsi við andófsskáld, segjum undir Stalín, Hitler og Franco,
finnst mér ekki mega á milli sjá hvorum samanburðurinn hæfir
verr; þeim sem lifðu í skugga handtakna og pólitískra aftakna í
Sovét, Þriðja ríkinu og á Spáni — eða Sigfúsi í Reykjavík sjöunda
áratugar 20. aldar.
Miðað við aðferðir Þorsteins í Ljóðhúsum kæmi mér reyndar
ekki á óvart að hann hefði rekist á „innri útlegð" einhvers staðar í
gögnum Sigfúsar; sjálf hef ég enn ekki gefið mér tíma til að kanna
þau. En þá er komið að því að nefna að skrif Þorsteins vitna á
stundum um að hann virðist ekki una nema sumpart því pólitíska
samhengi sem Sigfús kýs sjálfur að gera auðsæjast í lokagerð ljóða
sinna. Það kemur t.d. fram í umfjöllun hans um fjórða bjart-
sýnisljóðið. Þegar hann er á hálfri annarri síðu búinn að tengja
erindin tvö og bjartsýnina uppgjörinu við Sovét, trúgjörnum sósíal-
istum, Halldóri og Kristni E., svo og öðrum verkum Sigfúsar,
tilfærir hann erindið þar sem bjartsýnin er sérstaklega sögð
„framleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvarningur / með
bandarískri fjármögnun".39 Það innleiðir hann með þessum orð-
um:
En krafan um bjartsýni bergmálaði úr fleiri áttum, hún kom ekki einung-
is úr austri heldur einnig úr vestri, og var reyndar ekki síbur bandarískur
,iðnvarningur‘ en sovéskur. (244, leturbr. mín)
Við þessi orð bætir Þorsteinn meðal annars að „gagnrýni Sigfúsar
í bjartsýnisljóðunum“ sé „almenn ádeila á óraunsæi og sjálfsblekk-
ingu“ (244, leturbr. mín). Hann túlkar líka svofellda hárnákvæma
lýsingu á viðmiði í þjóðfélagi samtímans sem „háð um ,besta heim
allra heima‘“ (244) og tengir hana ekki öðru en Voltaire:
39 Sigfús Daðason, „Síðustu bjartsýnisljóð", Útlínur bakvið minnið, bls. 24 (letur-
br. mín)