Skírnir - 01.10.2009, Síða 78
332
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Ó hve himinninn er blár, ó hve hafið er bjart
og augu okkar og íbúðin okkar tandurhrein
og lífið með pabba og mömmu sífellt fegurra og betra.40
Slíkar útleggingar valda því að ég spyr sjálfa mig hvort Þorsteinn
leitist við að beina athygli manna frá Sigfúsi sem sósíalískum grein-
anda kapítalísks samfélags, hvort hann vilji færa hann ögn frá því
umhverfi sem hann var hluti af, og þess vegna stilli hann t.d. Hall-
dóri og Kristni E. upp fyrr en öðrum sem helstu bjartsýnisafglöp-
unum er fjórða ljóðið lýsir. Sé svo kynni það að skýra hve Þorsteinn
leggur mikla áherslu á að Sigfús sé heimspekilegur í pólitískum
ljóðum sínum. Þá sæi maður líka í nýju samhengi orð sem Þorsteinn
lét falla á öðrum stað að ýmislegt bendi til „að Sigfúsi hafi ekki verið
með öllu ljúft að takast á hendur þau pólitísku greinaskrif sem urðu
þáttur í starfi hans eftir að heim kom.“41 Þeim orðum er ég ósam-
mála og veit með vissu að svo er um fleiri sem þekktu Sigfús vel.42
Eg sagði hér fyrr að mér þætti Þorsteinn einfalda um of skipti
Sigfúsar við gömlu mennina á Máli og menningu. Ein skýringin er
sú að frá 1964 skoppaði ég unglingur við hlið Sigfúsar um gangana
á Laugavegi 18, sat ósjaldan á kaffistofunni með honum, Jóhannesi
úr Kötlum, Einari Andréssyni og Gunnari Benediktssyni, hlustaði
á þá ræða pólitík og skáldskap, segja sögur, fara með hnoð, stríða
stelpunum og hlæja — oft, mikið.
En fleira kemur til. Enda þótt Þorsteinn nefni Gunnar Ben. í
umfjöllun sinni og vísi til ýmissa Máls og menningar manna með
orðalagi eins og „stjórn félagsins" (254), eða „annar sambúðar-
vandi“ (252), ræðir hann einkum og sér í lagi skipti Sigfúsar og
Kristins. Og gegn grein Kristins um íslenska ljóðagerð á árinu
1966 teflir hann ljóði Sigfúsar „Eftirspurn eftir nýjungum“ sem
var ort 1965 en kom ekki út fyrr en ríflega tuttugu árum seinna.43
Hann lýsir þeirri skoðun sinni að ljóðið snúist um „alvarlegan
40 Sama stað.
41 Þorsteinn Þorsteinsson, „Inngangur", Sigfús Daðason, Ritgerðir ogpistlar, bls. 19.
42 Hér nægir að nefna Loft Guttormsson sem fjallaði um pólitísk skrif Sigfúsar og
útgáfustörf í fyrirlestri í námskeiðinu Málstofa: Sigfús Daðason, Háskóla Is-
lands haustið 2008.
43 Sigfús Daðason, Utlínur bakvið minnið, bls. 21.