Skírnir - 01.10.2009, Síða 81
PÉTUR KNÚTSSON
Pýþag°ras, rísómið og rúnirmr
í merkri og skemmtilegri grein í Skírni haustið 2007 fjallar
Gunnar Karlsson um stöðu og framgang tilviljana í sagnfræði,
hættuna á, eins og hann orðar það, „að fræðimenn villist á
orsakasambandi, beinu eða óbeinu, og tilviljunarkenndu sambandi
tveggja eða fleiri staðreynda" (Gunnar Karlsson 2007: 433). Hann
sýnir hvernig menn geta valið ósjálfrátt úr sögulegum tilviljun-
um sem styðja hinar annars órökstuddu kenningar þeirra, og
„láta tilviljunina fleyta sér áfram að settu marki“ (Gunnar
Karlsson 2007: 443). Greinin er athyglisverð og djúptæk, og ég
hlýt að taka hana til mín, því ég hef í hyggju að ræða um efni sem
margir munu kalla tilviljun eina. Ég mun skoða þá tillögu, sem
líklega kemur úr smiðju Einars Pálssonar, að úr fyrstu sex stöf-
unum í rúnastafrófinu, fuþark, megi með hjálp lögmáls Grimms
um fyrstu germönsku hljóðfærsluna, glögglega lesa nafnið
Pýþagoras. Ég mun athuga þessa samsvörun nánar og reyna að
setja hana í samhengi við það sem við vitum um breytingar á sér-
nöfnum í germönskum málum; jafnframt mun ég fjalla lítilshátt-
ar um það sem þetta dæmi segir okkur um aðferðafræði, um hug-
tökin tilviljun, orsök og afleiðingu, og um hlutverk lesandans á
þeim vettvangi.1
Fyrst ber að gera þann fyrirvara, að ég get ekki eignað Einari
Pálssyni þessa hugdettu nema óbeint. Mér vitandi kemur hún ekki
fyrir í útgefnum verkum hans — sem ég hef þó ekki lesið öll. Fyrir
allmörgum árum mætti ég honum á gangi úti við Gróttu. Það var
snemma vors, sól skein í heiði, töluvert frost og snjór yfir öllu,
norðankul. Við gengum spölkorn saman sjávargarðinn. Einar
1 Ég þakka Aðalsteini Eyþórssyni margar góðar íbendingar varðandi smíði þess-
arar greinar.
Skírnir, 183. ár (haust 2009)