Skírnir - 01.10.2009, Síða 82
336
PÉTUR KNÚTSSON
SKÍRNIR
hafði þá nýlega hafist handa við að semja bækur á ensku og vildi
fá mig til að lesa þær yfir og lagfæra málfarið eftir föngum.
Talið barst að rúnum. Eg man glöggt eftir orðaskiptum okkar.
Hvað heldurðu um röðina, Einar, fuþark — heldurðu að hún hafi
nokkra merkingu?
Hann snarstansaði í brakandi snjónum og horfði á mig hvasst.
Uppábúinn í dökkum frakka, svörtum leðurhönskum og gljáandi
svörtum skóm, byrjaður að heyja baráttu sína við krabbameinið.
Þið háskólamenn eru allir eins, sagði hann. Hvað er langt síðan þú
lærðir um lögmál Grimms? Ég ansa ekki svona bjánalegum spurn-
ingum.
Einar átti eftir að fá heilablóðfall, missa málið, læra aftur að
tala, læra aftur að pikka á ritvél, og skrifa þrjár bækur á ensku áður
en krabbameinið hafði betur. En ég þorði aldrei aftur að tala við
hann um rúnir, og lengi vel sá ég ekki hvert hann var að fara. Það
er kunnara en frá þurfi að segja að eitt meginstef í útgefnum verk-
um Einars er hlutverk tölvísi Pýþagorasar í landslagi hinna fyrstu
norrænu byggða á Islandi og hugmyndaheimi Islendingasagna.
Þegar hann dó skildi hann eftir heilar hilluraðir af möppum með
óbirtum handritum og vélritum. Ef til vill koma þar einhvern tíma
upp úr skjölum hugsanir hans um Pýþagoras og rúnirnar.2
Aður en lengra er haldið, skulum við athuga þessa meintu sam-
svörun nánar. Fyrstu sex rúnir í stafrófinu eru ávallt þær sömu,
fuþark í norræna stafrófinu en fuþorc í því fornenska. Athygli
vekur hve margar rúnaáletranir hafa varðveist þar sem rúnastaf-
rófið er ritað í heild sinni,3 og gefur þetta tilefni til að ætla að röðin
sjálf hafi einhverja merkingu. Líkindi milli þessarar stafarunu og
nafnsins Pýþagoras felast í því, að reglulegrar samsvörunar gætir
samkvæmt germönsku hljóðfærslunni milli/), g og r í grísku og f
k og r í germönsku. 6 ogþ eru vensluð á annan hátt, sem ég mun
fjalla um hér á eftir. Sérhljóðin u og a eru óbreytt, en segja má að
a-rúnin samsvari bæði a og o ef við tökum einnig mið af fornensku
2 Síðustu þrjár bækur Einars Pálssonar (1925-1999) eru gefnar upp í heimildaskrá.
f tveimur þeirra (1993 og 1998) er gerð grein fyrir hlutverki tölvísi Pýþagorasar
í landnámi íslands og Njáls sögu.
3 Sjá t.d. Antonsen 1975: nr. 89, 90, 91, 102, 104 og 106.