Skírnir - 01.10.2009, Síða 83
SKÍRNIR
PÝÞAGORAS, RÍSÓMIÐ OG RÚNIRNAR
337
röðinni, fuþorc. Grísk g og r hafa haft sætaskipti, en r hefur sterka
tilhneigingu til að færa sig um set (metaþesis) í ýmsum evrópskum
málum, þar á meðal hinum germönsku. Þetta sést í meðfylgjandi
skýringarmynd. Orvarnar sýna reglu-
legar samsvaranir samkvæmt ger-
mönsku hljóðfærslunni, en brotna
línan frávik frá reglunni. En eins og
kemur í ljós hér á eftir, verður einmitt
þetta frávik frekar til að skerpa spor
Pýþagorasar í rúnunum en að ómerkja þau.
Fyrst ber að hafa í huga, að Pýþagoras er ekki venjulegt orð,
heldur sérnafn. Sú staðreynd ein ætti að vera nóg til að ýta við
okkur, því bæði er orðflokkurinn sérnöfn illa skilgreinanlegur og
sérnöfnin sjálf afar viðsjál fyrirbæri. Samkvæmt Islenskri orðabók
merkir sérnafn „nafn á tilteknum einstaklingi (eða eintaki) e-ar
tegundar". Þessi skýring hrekkur þó skammt, því Hvíta húsið er
sérnafn, en ekki hvíta húsið, þótt í báðum tilfellum sé átt við eitt
tiltekið eintak. Vandinn er sá að ekkert er því til fyrirstöðu að
samnafn verði notað til að merkja einn ákveðinn einstakling eða
fyrirbæri: austurhlutinn, fjarðarbotninn, hún fékk skrámu á nefið.
Ekki var það óþekkt fyrr á öldum að líta á samnafn með ábend-
ingarfornafni sem sérnafn. Charles Lock hefur eftir Hobbes
(Leviathan, 1,4, 6): „Nöfn eru ýmist eiginleg og sérhæf gagnvart
einum hlut, sem Pétur, Jón, þessi maður, þetta tré; eða samhæf
mörgum hlutum, sem maður, hestur, tré...“ Og Lock heldur
áfram: „Athyglisvert er að Hobbes flokkar hið deíktíska eða ábend-
ingaformið meðal sérnafna, og ætti sú skilgreining að fara langt
með að kveða niður draugasöguna um sérnöfn.“4
Höskuldur Þráinsson gerir tilraun til að sneiða hjá þessum
vanda með því að skilgreina sérnöfn sem „þau nafnorð sem eru
heiti tiltekins einstaklings, staðar, bókar, fyrirtækis o.s.fr.“ (2005:
4 „Of names, some are proper and singular to one only thing; as Peter, John, this
man, this tree: and some are common to many things; as man, horse, tree. We
note that the deictic or demonstrative is, for Hobbes, included among proper
nouns: a categorization that ought to do much to expose the fallacy of the pro-
per noun.“ (Lock 1999: 184).
nY©atop
IlllY